"Aðeins einn maður fær Falleinkunn í kvöld"

Sagði einn góður maður á mánudaginn og ég ætla að gera þessi orð að mínum.  Þýska bjálið, þessi dómari sem dæmdi leik Liverpool og AC Milan, fær þessa einkunn.  Ég er brjálaður út í hann.  Og þegar Ballanzinn verður brjálaður er enginn ballans á hlutunum.  Leiðinlegt fyrir AC að dómarinn skuli gefa knattspyrnu heiminum ástæðu til að efast um uppskeru þeirra í ár.

Það er líka annað sem gefur okkur ástæðu til að efast.  Að lið sem dæmt var í heimalandi sínu fyrir svindl skuli hampa bikar fyrir árangur sinn á svindl árinu kenndann við deild meistaranna.  Það er bara eitthvað rangt við þetta.

Kv. Hannibal


mbl.is AC Milan Evrópumeistari
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

tapsár

halli (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 22:04

2 identicon

Það eru bara vitleysingar sem eru blindir af ást sinni á Liverpool og enska boltanum sem halda því fram að dómarinn hafi verið lélegur í þessum deild. Allavega var hann ekki hlutdrægur. Hann átti nokkra vafasama dóma en enga sem voru neitt afdrifaríkir. Hvorki í þessum leik né leiknum á móti Man Utd.

Calcio (IP-tala skráð) 23.5.2007 kl. 22:48

3 identicon

Hættu að væla!

Skv. núverandi reglum þá er það alveg löglegt ef boltinn fer svona í hönd leikmannsins. Þetta var bolti í hönd sem var alveg við líkamann en ekki hönd í bolta.. Og það er ekki einu sinni augljóst mál hvort að boltinn hafi farið í hönd Inzaghi.

Íslenskir íþróttafréttmenn eru bara svo hlutdrægir. Mjög erfitt að finna virta erlenda síðu, jafnvel enska sem dregur þetta mark í efa.

Danni (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 00:20

4 identicon

Til hamingju, þið Púlarar hafið náð nýjum hæðum í hlutdrægni. Þið voruð bara herfilegir á síðasta þriðjungi vallarins og áttuð ekkert betra skilið!

Hafsteinn Viðar (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 00:45

5 identicon

Það má með góðri samvisku segja að Liverpool hafi tapað leiknum, bæði mörk AC ódýr og í kjölfar kjánalegra mistaka.  Ekki hægt að taka það frá AC að þar fara magir stórkostlegir leikmenn saman. Reyndir hálfguðir eins og Maldini,  Nesta og Pirlo í bland við "yngri" menn eins og Gatuso.  Ekki gleyma að þeirra aðalskorari undanfarið, Ronaldo, mátti ekki spila með. 

Mínir menn voru ekki sannfærandi í kvöld - kanski kröfuharður en þegar spilað er um svona dollu þurfa menn að skína aðeins skærar.  Hvar voru t.d Gerrard, Alonso o.fl í þessum leik, vantaði afgerandi leiðtoga á völlinn.  Allt of margir mistækir leikmenn í þessum hóp í ár, menn virðast ekki njóta sín nógu vel.  A.m.k 49 leikmenn á samningi og erfiðlega gengur að ná saman liði sem spilar árangursríkan, consistant og professional fótbolta leik eftir leik.

Dómarinn ekki sökudólgur hér, bara gott lið sem sigraði mína menn...

Fyrra markið:  Varnamaður hélt ekki línu, Inzagi átti að spilast rangstæður í þessu kerfi.

Seinna markið:  Fámenn þreitt vörn réð ekki við tiltölulega hægt en vel útfært spil AC.  Hvernig kom boltinn inn - skoðið 2 min fyrir mark í slowmo...

Hvað um það, 2007/08, a.m.k 4 dollur í pottinum...

Vaskur d´Pool (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 01:29

6 identicon

Æ Hannibal ekki vera svona bitur.

Þó sammála með að það sé skrítið að dæmdir svindlarar getir unnið

Eygló (IP-tala skráð) 24.5.2007 kl. 07:53

7 Smámynd: Hannibal

Það er ekki eins og ég kenni dómaranum um það hvernig leikurinn endaði.  Ég sagði að hann gæfi mönnum ástæðu til að efast um uppskeru AC í þessum leik.  Dómarinn fær falleinkunn fyrir nokkra hluti.  Flest flautin hans á sóknarmenn Liverpool fyrir brot í skallaeinvígum við varnamenn AC voru rugl og ekki man ég að flautað hafi verið á slík návígi hinumegin.

Eftir að Gattuso fékk gulaspjaldi hélt hann uppteknum hætti og var mjög fastu fyrir og braut oft af sér og fyrir mann á gulu spjaldi á það ekki að vera hægt.  Maccerano fær svo gult spjald fyrir sitt fyrsta brot sem var bara ekta Gattuso tækling.  Svo toppar hann hlutina fyrir svona efasemdamenn eins og mig með því að flauta leikinn af 15 sekúdum áður en uppbótartíminn er liðinn þegar Liverpool er að fá aukaspyrnu, þó ekki á hættulegum stað.  Í þokkabót var Milan búið að skipta um leikmann í uppbótartíma þannig að ef eitthvað hefði átt að eiga við þessar 3 auka mínútur væri að að lengja þær um 30 sekúdur, sem bætt er við við skiptingu.  Fyrir þetta fær sá þýski falleinkunn hjá Ballanznum.

Ég talaði aldrei um að fyrra mark Inzaghi hafi verið hendi, vegna þess að mér fannst það ekki hendi og aldrei vitnaði ég í það hvað íslensku lýsarnir sögðu þar sem ég horfði á leikinn á Sky og hlustaði á það sem Andy Gray var að segja, auk Ruud Gullits, Jamie Redknapp o.fl.

Svo fyndið að aðeins eitt komment kemur inn á svildið, sem gefur mér líka ástæðu til að efast um ágæti sigurs AC.

Hannibal, 24.5.2007 kl. 08:42

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband