"Lífið er lag" sagði skáldið hér um árið.

Nú þegar líður að áramótum með tilheyrandi áramótaböllum þá fór ég að velta þessu aðeins fyrir mér og komst að því að lífið er í raun lag.  En til að hafa lag verður maður að hafa hljómsveit.  Til að hafa hljómsveit þarf maður að hafa hljómsveitarmeðlimi og til að hljómsveitin með hljómsveitameðlimunum geti gert eitthvað þurfa þeir að búa til lag.  Það er ekki nóg að hafa eitt lag, það þarf að hafa lagalista.  Lagalistinn þarf að vera eftir ákveðinni gerð þannig að hljómsveitin skilgreini stefnu sína, rokk-popp-rapp.  Þegar lagalistinn er klár er slegið giggi.  Giggin eru lítil til að byrja með en stækka smátt og smátt og á endanum er haldið ball, svo fleiri böll og lagalistinn er aðlagaður stund og stað, sum lög verða vinsæl og fleiri vilja heyra þau á böllum og hljómsveitin spilar þau oftar, jafnvel þótt þetta séu ekki endilega uppáhalds lög spilaranna, þetta er spurning um framboð og eftirspurn  Hljómsveitin verður vinsæl og margir mæta á böllin.  Fleiri hljómsveitir eru á markaðnum og það verður samkeppni um áheyrendur.  Vinsælustu hljómsveitirnar lifa, einhverjar deyja, einhverjar sameinast, hljómsveitameðlimir einnar hljómsveitar ganga til liðs við aðra hljómsveit eða stofna nýja. 

Stjórnmál eru ekkert ósvipuð, stjórnmál eru í raun lag.  Til að stjórnmál verði til þarf að hafa stjórnmálaflokk.  Til að hafa stjórnmálaflokk þarf maður að hafa flokksmeðlimi og til að flokkurinn með flokksmeðlimunum geti gert eitthvað þurfa þeir að búa til stefnu.  Það er ekki nóg að hafa eina stefnu, það þarf að hafa stefnuskrá.  Stefnuskráin þarf að vera eftir ákveðinni gerð þannig að stjórnmálaflokkurinn skilgreini sig og stefnu sína, vinstri-miðja-hægri.  Þegar stefnuskráin er klár er slegið til kosninga.  Kosningarnar eru litlar til að byrja með en stækka smátt og smátt og á endanum er haldið á þing, svo í ríkistjórn og stefnuskráin er aðlöguð stund og stað, sum stefnumál verða vinsæl og fleiri aðhillast þau í kosningum og flokkurinn segir oftar frá þeim, jafnvel þótt þetta séu ekki endilega uppáhalds stefnumál flokksins, þetta er spurning um framboð og eftirspurn  Flokkurinn verður vinsæl og margir mæta á kjörstað.  Fleiri flokkar eru í framboði og það verður samkeppni um atkvæði.  Vinsælustu stjórnmálaflokkarnir lifa, einhverjar deyja, einhverjar sameinast, flokksmeðlimir eins flokksins ganga til liðs við aðra stjórnmálaflokka eða stofna nýja. 

En munurinn á hljómsveit og stjórnmálaflokki er sá að til að hljómsveit haldi vinsældum þarf hún að hlusta á aðdáfendur sína öllum stundum, stjórnmálaflokkarnir þurfa bara að láta okkur hlusta á sig í mánuð fyrir kosningar og lofa að spila öll uppáhalds lögin okkar næstu 4 ár.  Ef hljómsveitin lofar að spila bestu lögin sín á balli en gerir það ekki þá yfirgefum við ballið og mætum ekki á næsta ball.  Ef stjórnamálaflokkurinn stendur ekki við gefnu loforðin sín missir hann traustið og við kjósum annað. 

Spilaðu lagið og ég mæti á ball, svíktu loforð og ég kýs þig ekki aftur.

 Kv. Hanni-Ball


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hljómsveitin hefur svikið lagalistann og í raun hefur skipt um tónlistarstefnu. Hljómsveitin lofar öllum lögum eftir að hafa sungið sitt síðasta lag. Nú að því virðist erum við að bíða eftir því að "feita konan byrji að syngja"...

Gaman að sjá þig aftur bloggandi um þann skemmtilega tíðaranda í þjóðfélaginu.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 16.12.2008 kl. 22:33

2 Smámynd: Hannibal

Ef hún verður klöppuð upp í aukalag þá verð ég hissa... meira-meira heyrir sögunni til.

Takk fyrir það, gaman að vera "kominn aftur".  Það verður að vera einhver smá ballanz á þessu...

Hannibal, 23.12.2008 kl. 10:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband