Færsluflokkur: Dægurmál

Við tókum nú Svíjana

Ég á vin sem heitir Jón.  Hann á heima í Svíþjóð.  Við slóum Svíjana út í að komast á HM í Þýskalandi, í handbolta.  Vorum við að því bara til að fá að spila þrjá leiki?  Og þar af einn þeirra á móti Ástralíjuúrvali Júgóslavíu?  Nei ég neita að trúa því!!!  Ég er þess full viss, og verð alveg fram í rauðann dauðann, að við vinnum Frakkana í kvöld og komusmt upp úr þessum drullu riðli.  Við getum og megum ekki enda fyrir neðan Úkraínumenn, kommon!  34-31 fyrir Ísland og Ísland og Frakkar fara áfram, við með 2 stig og Frakkarnir ekkert í milliriðilinn.  Þetta er möguleiki og á meðan það er möguleiki þá er séns eins og skáldið sagði.

En skáldin hafa sagt svo margt í gegnum tíðina.  Frábært að sjá hvað skáldið Guðni er t.d. ánægður núna.  Vann Hjálmarinn og Hjálmar lét ekki þar við sitja í tapinu sínu heldur tapaði hann líka fyrir honum Bjarna kallinum.  Til að kóróna kvöldið tapaði Hjálmar sér og hætti í pólitík.

Það er ekki bara herinn með allt sitt kanatast sem hefur yfirgefið Reykjanesið, hið há Alþingi er að gera það líka.  Held að það gæti farið þannig að það verði enginn suðurnesjaþingmaður eftir kosningarnar í maí.  Maíbí?  Vísí.

Annars var helgin nokkuð góð.  Liverpool lagði Chelsea og Arsenal vann ManUtd.  Hið besta mál fyrir enska knattspyrnuunnibirnendur.  Eitthvað vorum  við ekki að gera gott mót á Riverside leikvanginum og Juusi sóttann fimmsinnum í möskvana.  Þegar ég var á sjó undir það síðasta var fínt að fá eins og fimm gráar sleppur í heila áttaneta trossu.  En það er víst ekki gott að taka fimm bolta úr einu neti í fótboltanum.  Sjómennskan er ekkert grín.

En talandi um grín þá er Laddi alltaf að fíflast eitthvað, ný orðinn sextugur.  Var t.d. í Bítinu núna í morgunn.  Var svona að velta því fyrir mér þegar ég fékk kjánahrollin, ég man ekki í hvaða skipti, hvernig það sé að vera Laddi og koma í svona viðtal.  Tek tvö dæmi máli mínu til útskýrningar.  Þau Sirrý og Heimir eru eitthvað að ræða diskinn hans Ladda, Hver er sinnar kæfu smiður, og spyrja hann hvað sé uppáhalds lagið hans.  Laddinn nefnir Austurstræti og þá byrjar Sirrý að "söngla" fyrstu línu lagsins og hefur orð þá því eftir á að maður bara verði að syngja þessi lög þegar maður heyri talað um þau.  Svo er haldið áfram að rifja upp feril Laddans og svo enda þau þáttinn á að Heimir, sem mér hefur nú þótt betri helmingurinn í Bítinu, biður Ladda um að koma með eina grettu.  Þá var mér nú öllum lokið.

Black Dalya er fín.  Kíkti í cinemuna í gær eftir að hafa snætt dýryndis kvöldverð á Ítalíu, nánar tiltekið á Cagliari.  Allt var þetta gert til að halda upp á afmæli minnar heitt elskuðu.  Mæli alveg með Black Dalyu, svona pínu plottari en samt ekki og bara fínt handrit, svolítið róleg og þetta er svona meira Bíó mynd en Video mynd, þarf að gefa henni alla athygli finnst mér.

Annars varð kallinn nokkuð sleginn í gær.  Átti leið í Nóatún að versla í bakstur.  Þegar ég er að keyra inn á planið sé ég hvar par/hjón/vinir eru á gangi og fer ekki á milli mála að þarna er ógæfu fólk á ferðinni.  Nema hvað, gaurinn tekur út aðra höndina og munda sprautu með hinni og krýur á kné og skellir nálinni á bóla kafi í olnbogabótina á sér...  Ég sem annálaður sprautufælir sökum sjótra viðbragða til yfirliðs mátti nú ekki alveg við þessu, svo ekki sé talað um að ég var á bíl, keyrandi með son minn í búðina að kaupa í köku handa mömmu hans.  En einhvern veginn náði ég að yfirstýga þennan hjalla og halda meðvitund og leggja í laust stæði, en þetta var í fyrsta sinn sem mér fannst ég alveg eiga erindi í stæði fyrir fatlaða. 

Spennandi vika framundan.  Er á fullu að reyna að læra á þetta blog.is dæmi.  Gengur.  En ég verð pottþétt með puttann á náranum og tel slögin.

Kv. Hannibal 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband