Færsluflokkur: Bloggar
27.4.2007 | 14:46
Hvort er betra...
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:48 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2007 | 21:58
X-B
Árangur áfram, ekkert stopp.
Kv. Hannibal
Nefndarmenn hafi tekið fram að þeim hafi verið ókunnugt um tengsl Jónínu og umsækjandans | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.4.2007 | 08:38
Non No Noh
Hva er bara einhver hundur í Áströlum núna...?
Kv. Hannibal
Snoop Dogg óvelkominn til Ástralíu | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (1)
24.4.2007 | 14:00
Hvort er betra...
...að leita langt yfir skammt eða skammt yfir langt?
...að vera í drottins nafni eða nafni drottins?
...að eiga mikið af litlu eða lítið af miklu?
...að vera sýnileg eða legsýni?
...að vita allt um margt eða margt um allt?
...að skrifa mikið um lítið eða lítið um mikið?
...að vera útlendinga hatari eða hatandi útlendingur?
...að gera úlfalda úr mýflugu eð mýflugu úr úlfalda?
...að færa eyðieyjur eða eyða Færeyjum?
...að borða hálft heilhveitibrauð eða heilt hálfhveitibrauð?
...að vera með allmikið ofnæmi eða ofmikið alnæmi?
...að vera í baráttu eða á áttu bar?
...að vera með hálfan heila eða heilan hálfa?
...að eiga risa smáeðlu eða eiga smá risaeðlu?
...að eiga heila hálfsystir eða hálfa heilsystir?
...að eiga hálfan áttavita eða átta hálfvita?
...að eiga bíla áttuna eða áttu bílanna?
...að eiga kæra unnustu eða unna kærustu?
...að hafa skammt hádegi eða hátt skammdegi?
...að hafa létt þunglyndi eða þungt léttlyndi?
...að eiga stórt smámál eða smátt stórmál?
...að taka hæð í pólinn eða pól í hæðina?
...að fara á vit ævintýranna eða ævintýri vitanna?
... Nói Síríus eða Síríus og Nói?
...að fá í bæinn Hagkaup eða kauphag?
...að láta gamminn geysa eða geysa á gammnum?
...að leita að nál í heystakki eða heyi í nálstakki?
...að vera í flugfélagi eða félgi í flugi?
...að vera í slagtogi eða toga í slag?
...árfam ekkert stopp eða stopp ekkert áfram?
Kv. Hannibal
Bloggar | Breytt s.d. kl. 14:06 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
22.4.2007 | 23:26
MessiDona
Eða MaraMessi... Með ólíkindum lík mörk:
http://www.dailymotion.com/video/x1r5c9_comparativa-gol-de-messi-y-maradona
Kv. Diego Armando Hannibal
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
18.4.2007 | 12:47
Hvað varð um vorið?
Ég lærði nú einhvern tíman vísu um vetur, sumar, vor og haust. Ávallt var það ýtrekað fyrir manni að árstíðirnar kæmu þó ekki í þessari röð, vorið kæmi á undan sumrinu sem kæmi á undan haustinu sem kæmi á undan vetrinum sem kæmi á undan vorinu og svo víðara.
En í dag er einmitt síðast vetrardagur, samkvæmt almanakinu. En á morgunn er svo sumardagurinn fyrsti. Ha, síðasti vetrardagur og svo fyrsti sumardagur... Því spyr ég, hvað varð um vorið?
Kv. Hannibal
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
11.4.2007 | 13:45
11.04.07
Get ekki sagt að þessi dagsetning selji og því síður að hún sé eftirminnileg en þetta er dagurinn sem ég varð fyrst var við að það verða alþingiskosningar í maí, þann 12. ef mig misminni ekki. Af þessu komst ég við að lesa Fréttablaðið. Á morgunn er mánuður í kosningar. Þá fer síðum blaðanna að fjölga en lesefnið að minnka. X Færaktor búið og nú tekur X07 við. Geir Haarde segir pant vera James Bond 007 en þá segja hinir, nei X07. Steingrímur segir ég vill í ríkisstjórn, sænga hjá öllum nema framsókn því hún vill sænga með öllum. Ingibjörg segist ekkert skilja í þessu, flokkur fólks með valkvíða getur ekki tekið ákvarðanir í stórum málum og fólkið vill kjósa eitthvað annað, why? Guðjór Arnar vill meina að íslendingar skilji ekki íslensku og þess vegna sé flokkur hans kenndur við rasista og vill verða textaður í komandi viðtölum. Ómar hann hlær he he he he he. Jón Sigurðsson vill að öll viðtöl við sig verði tekin við styttuna af sér á Austurvelli. Svo núna er ég á hleri um hvað allir hinir eru að segja...
Get ekki annað sagt en það á að vera frí í vinnunni svona vikuna eftir páska. Það var bara enginn tími til að hlaða batteríin eftir páskana.
X-Hannibal
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (4)
4.4.2007 | 09:10
Áfram Færeyjar
Menn eins og Jóannes á Fløtti búa í Færeyjum og skrifa fréttir á sport.fo, sem eins og áður hefur komi fram er ein af mínum uppáhalds síðum. Ekki bara vegna þess að mér finnst æðislegt að lesa færeysku heldur eru líka fréttir þarna sem ég get ekki nálgast á íslenskum miðlum. Eins og til dæmis þessi sem hann Jóannes vinur minn skrifaði um besta fótboltamann allra tíma;
Í gjár var at frætta frá útvarpsstøðini Del Plata, at tiltikni argentinski Diego Maradona, var deyður eftir eitt ferðsluóhapp.
Hetta vísti tó ikki at vera nakað haldi í. Sæmbart TV 2 Sporten, vístu høvuðspersónurin skjótt lívstekin
- Diego her. Tey deyðu geva ikki ljóð frá sær, og eg føli meg meiri á lívi, enn eg nakrantíð havi gjørt, vóru orðini frá einum lættum Maradona
Nú verður umhugsa um ferðsluóhappi skal hava rættarligar fylgjur.
Kv. Hannibal
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
26.3.2007 | 09:12
Verður McLaren sekkjaður?
Rakst á þessa grein á uppáhalds íþróttasíðunni minni, sportal.fo. Ákvað að dreifa henni víðar:
McLaren kroystur upp í ein krók
Starvið hjá enska landsliðsvenjaranum er í vanda, eftir at hansara lið ikki hevur vunnið nakran av teimum seinastu fimm dystunum
Eitt mál er tað blivið til í fimm teimum seinastu fótbóltslandsdystunum hjá Onglandi. Leygarkvøldið spældi Ongland ímóti Ísrael, og dysturin endaði málleysur. Nú stendur einki til hjá Onglandi í teirra EM-bólki, og ikki minst venjarin stendur fyri skotum.
- Eftir hetta ræðuliga dystin er vandi á ferð hjá Steve McLaren, og kanska sleppur hann ikki at verða við allan vegin í hesi undankapping, skrivar The Telegraph eftir javnleikin ímóti Ísrael.
Mikukvøldið spælir Ongland ímóti Andorra, og alt annað enn ein sannførandi sigur til enska stjørnuliðið kann hava við sær, at McLaren verður sekkjaður.
Já vinir okkar Færeyjingar, létta manni stundirnar.
Kv. Hannibal
Bloggar | Breytt s.d. kl. 09:17 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
23.3.2007 | 22:45
Þetta er eitthvað fyrir okkur Íslendinga
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)