Færsluflokkur: Bloggar

Pólitíkin að fara meðann?

Er það bara vitleysa í mér eða er Ómar Ragnarsson orðinn alveg sköllóttur?  Þessi pólitík virðist ekki fara vel í hann.

Kv. Hannibal


Fyrir Jón

Það fór mjög illa í Jón að fá Stöð 2, hluta af 365 samsteypunni fyrir þá sem ekki þekkja Stöð 2, í heimsókn til Akureyrar í gær.  Tók víst daginn snemma og byrjaði að sulla.  Tók það inn á sig eftir að hafa búið á Miklubrautinn, skammt frá Skaftahlíðinni sjáiði.

Þeir sem hafa orðið varir við Jón eru vinsamlegast beðnir að henda í hann 3 krónum, hið minnsta.

Kv. Hannibal


Safnað fyrir Jóni

Já trúið því eða ekki en í dag var handsalaður samningur um að Jón, námsmaður á Akureyri, fái 3kr. fyrir hverja bloggfærslu sem ég skrifa.  Um er að ræða drykkjusjóð.

Þannig að ef ég skrifa um 147 færslur í dag þá tryggi ég honum 441 krónu og mér skilst að lítill bjór á Café Akureyri kosti 440.  Þannig að hann er þá strax kominn með 1 krónu upp í næst litla bjór og ef ég næ að skrifa 441 færslu og tryggja honum 3 litla bjóra á hann 3 krónur eftir og því duga mér þá 146 færslur fyrir 4. litla bjórnum.

Sýnum samhug í verki og bloggum fyrir honum Jóni sem er í háskólanámi á Akureyri

Kv. Hannibal


Fleiri Merði og Fjölnira

Mörður Árnason hefur oftar en ekki staði fast við bakið á íslenskri tungu.  Hann er ekki sá eini heldur hafa verið menn á sveimi alla söguna með hagsmuni íslenskrar tungu fyrir brjósti.  Má þar nefna Fjölnismenn, þá frægu.

Lík og Fjölnismenn gerðu eru enn gefin út rit.  Í dag er ég t.d. að halda úti riti.  hannibal.blogar.is.  Þetta er ritið mitt og hér er ég ritstjóri.  Kröfurnar á mig eru ekki miklar, málfar má vera í blog-stíl enda engar líkur á að ég verði rekinn vegna þess að ég vinni ekki fyrir launum mínum, hér fæ ég engin laun.  Segir sig sjálft.

En mér finnst að þau rit sem gera sig út á að vera rit á markaði samkeppni þurfi að passa sig betur en ég.  Þá sérstaklega þau rit sem koma út á prenti, pappírs.  Það er erfitt að laga þær villur sem þar eru eftir að búið er að pöbblisha peiperið.  Annað gildir um netmiðlana því þeim er hægt að breyta á 3 sekúndum.  En mér finnst samt að "blaðamenn" netmiðlanna verið að passa sig.

Mér finnst enginn netmiðill verri en annar, og þar af leiðandi enginn betri en annar.  Þannig er dæmið sem ég tek fyrir um lélega "blaðamennsku" á netmiðli algjörlega út í loftið.

Í mogun fyrir um klukkustund byrtist frétt á visir.is.  Þar er verið að tala um hverjir hagnist á íþróttaviðburðum.  Í framhaldinu er minst á fund tengdan þessu efni og fundurinn auglýstur en ekki vill betur til en þetta:

"Fundurinn verður haldinn í E-sal íþróttamiðstöðvarinnar í Laugardag föstudaginn 23. mars frá klukkan 12-13."

G og L eru ekki einu sinn hlið við hlið á lyklaborðinu þannig að ekki er þetta ásláttarvilla.  Fréttin, sem er einungis 6 málsgreinar, hefur greinilega aldrei verið lesin yfir heldur bara hent út í loftið.

Ég vona að það verið aðeins tekið á þessum málum hjá rit-miðlum landsins.  Annars er ég á lausu til að sinna blaðamennsku.  Ekki samt eyða símtalinu í mig ef grunnlaunin eru undir 500.000 kalli.  Borg fyrir gæðin sjáðu, það er lögmál leiksins.

Kv. Hannibal, ritstjóri


Auðlindafrumvarpið hestur.

Ég var að velta því fyrir mér hvað þetta auðlindafrumvarp myndi heita ef það væri hestur...

Allir sem þekkja eitthvað til í hestaheiminum vita að hestar eru alltaf með nafn og svo sagðir undan einhverjum eða frá bæ.  Má þar nefna Orra frá Þúfu undan Otra frá Sauðárkróki.

Til að lægja fyrirveltur mínar ákvað ég að gefa þessu auðlindarfrumvarpi hestanafn og það frægt.  Vitleysa frá Upphafi undan Uppspuna frá Rótum.

Kv. Hannibal


Hringdu í mig...

Ég er kominn með nýtt númer og er að safna símavinum, bara hverjum sem er.  Númerið mitt er:

9020005

Allir að hringja, núna!

Kv. Hannibal


Hérna

http://ungfruisland.is/netkosning.php?idprel=31 ber þér skilda að kjósa hana Maríu Mist...

Kv. Hannibal


9002005

Held þetta sé númerið sem allir eru að hringja í þessa dagana...

9002005

99 kr. held ég, það er ekki neitt, minna en 100 kall

Kv. Hannibal


Íslenskum ferðamönnum vísað frá

Öllum ferðamönnum frá Íslandi hefur verið vísað frá hótelum sínum í Bretlandi.  Ástæðan er sú að Íslendingar stunda hvalveiðar og eru hvalveiðar bannaðar í Bretlandi.  Önnur lönd sem eru mótfallin hvalveiðum funda nú sín á milli um hvort þau ætli að grípa til samskonar aðgerða.  Samkvæmt fyrstu fréttum frá fundinum er líklegt að Íslendingar þurfi að heimsækja Japan ætli þeir sé að ferðast út fyrir íslenska landhelgi.

Einhvern veginn svona gætu fréttir framtíðarinnar hljómað taki ferðaþjónustan mark á hvers konar pólitískum þrýstingi í auknu mæli líkt og bændasamtökin á Íslandi gerðu í dag. 

Sem ferðamálafræðingur get ég ekki sleppt því að lýsa yfir vonbrigðum mínum um þá ákvörðum að meina fólki úr klámiðnaðnum um gistingu sem búið var að bóka.  Formaður bændasamtakanna hefur viðurkennt á opinberum vettvangi að hann hafi látið undan þrýstingi.  Spurning hvort verð á landbúnaðarafurðum fari að lækka, það er ýmiskonar þrýstingur í gangi þar líka?

Þegar ég var lítill var ég nokkrum staðinn að verki við að henda rusli á almanna færi.  Mér eldri borgarar kenndu mér þá lexíu að hreint land væri fagurt land.  Hvort Ísland sé hreinn sveinn eða hrein mey er eitthvað sem mig grunaði ekki að væri vafamál.  En hér má alla vega ekki neinn vita hvernig við öll urðum til.  Hér er jólasveinninn til og storkurinn kemur með börnin.
 
Til að toppa þetta allt ætlar Hótel Saga að beyta sér fyrir því að fá undanþágu frá Radison SAS, ef ég er með eignarhaldið þarna á hreinu, og hætta að sýna klámstöðvar í sjónvörpum hótelsins.
 
Ísland hreint land fagurt land, og hreint klám fagurt klám?
 
Kv. Hannibal 

Og hvað? Bara endalaust afmæli eða?

Í gær var 21. febrúar.  Þetta árið var hann kenndur við ösku.  Öskudagurinn er sagður eiga sér 18 bræður.  Þessir bræður eru víst allir eins og því fylgja 18 eins dagar í kjölfarið.  Fólk er ekki á einu máli um hvort sé að ræða 18 næstu daga á eftir eða 18 næstu miðvikudaga.  Mér er sama.

Því þann 21. febrúar 1979 fæddist ég.  Þannig að ég á eftir að eiga 18 afmælisdaga í viðbót á þessu ári og í rauninni geta þeir orðið miklu fleiri.  Ef við tökum 18 næstu daga þá eru 2 miðvikudagar þannig að þessum 18 dögum loknum á ég eftir að eiga 16 afmælismiðvikudaga til viðbótar, ef menn taka miðvikudagsregluna inn í þetta.

Ég tek á móti afmæliskveðjum í hvaða formi sem er þessa næstu afmælisdaga mína svo ekki sé talað um gjafir.  Komið fagnandi með þær.

Kv. Hannibal 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband