Færsluflokkur: Bloggar

Guðni er töffari...

Það verður nú bara að viðurkennast, þrátt fyrir mínar pólitísku skoðanir, að Guðni Ágústsson er töffari.  Hann hefur farið á kostum í þessu spunaspili sem stjórnarmyndunarviðræðurnar hafa verið og alltaf komist vel frá öllum viðtölum og spurningum, annað en flest hin.  Hann kórónaði svo glæsilega frammistöðu með snildar tilþrifum í Kastljósi í gær þar sem hann náði að gera ræðusnillinginn Steingrím Joð hálf kjaftstopp.  Þarf töffara til þess.  Góður málmaður hann Guðni, það má hann eiga, og fyndinn er hann og töff, það verður ekki tekið af honum.

Ef ég væri Framsóknarmaður þá væri Guðni Ágústsson sá sem ég vildi sjá í formannsstólnum.

Kv. Hannibal


Íslenskt Já Takk?

Hver man ekki eftir átaki íslenskra framleiðenda um að velja íslenskt.  Verslanir og aðrir út athafnaheiminu hvöttuneytendur til að taka íslenska framleiðslu framyfir erlendar vörur og efla þannig íslenska framleiðslu.  Margir hlýddu og greidd meiri penging fyrir innlenda framleiðslu.

Nú er öldin önnur og á Íslandi hefur orðið til stétt auðmanna.  Auðmenn sem eru rosalega ríkir.  Það hefur líka á mjög stuttum tíma myndast ákveðið trend á meðal þessara auðmanna að sýna auð sinn í verki.  Á þessi sýning sér yfirleitt stað í kringum eitthvað hátíðlegt eins og afmæli et zetra.   Á þessum hátíðum stíga svo á stokk frægir listamenn og er ekki laust við að komin sé í gang keppni um að ná þeim frægasta til að koma fram í sínu partýi, sé auðmennina svo fyrir mér hittast á árlegum fundi íslenskra auðmanna, annað hvort í London eða New York og metast hver hafi fengið stærsta bitann á síðasta ársfjórðungi.

En ég hef áhyggjur fyrir hönd íslenskra listamanna.  Auðmennirnir sem eru nefnilega aldrei að kaupa íslneska list.  Ekki einu sinni Bjork eða Sigurros.  Nei þeir kaupa Elton John, Djuran Djuran, 50 cent o.fl úr tónlistarheiminum, Simone Cowell úr raunveruleikasjónvarpsheiminum og leikarana út Little Britten úr leiklistarheiminum.  Hvað varð um það að velja íslenkst?  Fyrir utan það að á þessum markaði er íslensk framleiðsla ódýrari en sú erlenda svo ekki sé talað um hversu stór hluti þessara listamanna eru uppgjafarlistamenn.  Svona eins og ef Muhamed Al Fayed myndi fá Kalla Bjarna til að spila í sínu afmæli fyrir 150.000 pund?  Sé það ekki gerast.  Íslenski auðmenn virðast því ekki vera svo klárir í kollinum eftir allt.

Kv. Hannibal 

 


1. umferð að baki...

Þá er fyrsta umferð Landsbankadeildarinnar að baki.  Og hvað stendur uppúr;

...ÍA tapaði bara 2-3 fyrir FH, einum færri í einhverjar 70 mínútur

...KR tapaði fyrsta leiknum og er í sætinu fyrir ofan fallsæti

...Breiðablik ekki svo grænt miðað við árstíma

...HK tók stig í Víkinni

Og hvað er hvað þýðir þetta? 

...Það er hægt að vera bjartsýnn á að Skagamenn haldi sæti sínu í deildinni og verði Bikarmeistarar með svona spilamennsku

...KR þurfa klárlega að kaupa fleiri leikmenn og styrkja hópinn fyrir komandi tímabil

...Breiðablik gæti þegar verið fallið

...Hk gæti reddað sér, miðað við síðustu leiki við ÍA þá gætu verið 6 stig í húsi hjá þeim þar

Kv. Hannibal


Nú er bara að sjá

Það ræðst á næstu dögum hvort maður taki ferjuna, flugið eða búi bara hérna áfram.  Þau eru byrjuð að ræða stjórnarmyndun á Íslandi fyrir næstu 4 ár.

Kv. Hannibal


Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn því;

... ég fæ fiðring í magann við að fara úr skítagallanum í jakkafötin og skunda á kjörstað, labbandi því ég hef ekki efni á að reka bíl.

... ég vill að bilið milli mín og hinna ríku verði meira.

... ég get ekki hugsað mér að fá almennilega umönnun þegar ég verð gamall og vill að allt gamalt fólk deyji eitt og ósjálfbjarga.

... ég vill að þjóð eins og Bandaríkjin geti framið þjóðarmorð með mitt nafn á blaði um að mér finnist það hipp og kúl.

... ég vill einn íslenskan sendiherra í hverja borg í heiminum fyrir árið 2020 og hvert þorp fyrir 2025

... ég vill að börn og unglingar sem þurfa aðstoð vegna geðrænna vandamála stytti biðlistan sjálf með einu handtaki.

... ég vill að öllum samgöngumálum verði frestað fram að næstu kosningum svo við getum lofað þeim aftur.

... ég vill íslenskan her svo synir mínir geti barist í fremstu víglínu og dáið eftir að hafa kannski drepið nokkra í tilgangslausu stríði.

... ég vill að ríkið eigi ekki neitt.

... ég vill álver í hvern fjörð.

... ég vill að vatnshæð hálendisins verði a.m.k. 4km. yfir sjávarmáli svo hægt verið að framleið nóg ál fyrir þá sem græða á að framleiða eitthvað úr því.

... ég vill að mínir menn stjórni dómskerfinu.

... ég vill bara að vinir aðals verði ríkir en hinir fari fyrir dóm.

... ég vill að fólk sem er ekki sammála okkur í pólitík verði hlerað.

... ég vill að konur hafi lægri laun en karlar fyrir sömu og hels meiri vinnu.

... ég vill að foreldrar barna hafi ekki efni á að senda börnin sín til tannlæknis.

... og vegna svo miklu miklu fleiri ástæðna.  Eins og þið sjáið þá er það ekki að ástæðu lausu sem ég kýs mína menn í X-D.  Já og eitt enn, ég er líka algjör plebbi, bara svo það komi fram.

Kv. Hannibal 


Veikindi barna...

Sit hérna heima og hjúkra honum Bóasi Orra syni mínum.  Mín ástkæra Eygló sendi mér þennan link úr vinnunni til að hjálpa mér að gera upp hug minn fyrir komandi alþingiskosningar og niðurstaðan er Slánadi fyrir vinstrimanninn Hannibal:

Stuðningur við Sjálfstæðisflokk: 36.25%
Stuðningur við Framsóknarflokk: 0%
Stuðningur við Samfylkinguna: 39.5%
Stuðningur við Vinstri-Græna: 37.5%
Stuðningur við Frjálslynda flokkinn: 51%
Stuðningur við Íslandshreyfinguna: 40%

Hvaða niðurstöðu færð þú? 

Kv. Hannibal
 


Hvernig les maður...

... nú hrapar hún...

   aftur á bak...?

Kv. Hannibal


Rúnki í Kína

Klikkið og sjáið heimsborgarann Rúnka í Kína...

Kv. Hannibal 


Hver er ég?

...Ekki Spiderman heldur ku ég vera;

***You Are An ENFJ***


The Giver

You strive to maintain harmony in relationships, and usually succeed.
Articulate and enthusiastic, you are good at making personal connections.
Sometimes you idealize relationships too much - and end up being let down.
You find the most energy and comfort in social situations ... where you shine.

You would make a good writer, human resources director, or psychologist.

 

 

Alla vega samkvæmt þessari síðu HÉR...

Eitthvað til í þessu?  Hugsa það en, 

Hvaða týpa ert þú?

 

Kv. Hannibal 



 


Í dag

...er ég með þykku.

Á morgunn

...verð ég með þynkuna.

Kv. Hannibal 


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband