Sjáumst

Í íslenskri kreppu við upplifum vonleysi og stress,
ísköld við horfum til framtíðar glöð.
Því við sénsana sjáum í Iceland -air og -express,
en sá síðasti læsir svo Leifsstöð.

"Lífið er lag" sagði skáldið hér um árið.

Nú þegar líður að áramótum með tilheyrandi áramótaböllum þá fór ég að velta þessu aðeins fyrir mér og komst að því að lífið er í raun lag.  En til að hafa lag verður maður að hafa hljómsveit.  Til að hafa hljómsveit þarf maður að hafa hljómsveitarmeðlimi og til að hljómsveitin með hljómsveitameðlimunum geti gert eitthvað þurfa þeir að búa til lag.  Það er ekki nóg að hafa eitt lag, það þarf að hafa lagalista.  Lagalistinn þarf að vera eftir ákveðinni gerð þannig að hljómsveitin skilgreini stefnu sína, rokk-popp-rapp.  Þegar lagalistinn er klár er slegið giggi.  Giggin eru lítil til að byrja með en stækka smátt og smátt og á endanum er haldið ball, svo fleiri böll og lagalistinn er aðlagaður stund og stað, sum lög verða vinsæl og fleiri vilja heyra þau á böllum og hljómsveitin spilar þau oftar, jafnvel þótt þetta séu ekki endilega uppáhalds lög spilaranna, þetta er spurning um framboð og eftirspurn  Hljómsveitin verður vinsæl og margir mæta á böllin.  Fleiri hljómsveitir eru á markaðnum og það verður samkeppni um áheyrendur.  Vinsælustu hljómsveitirnar lifa, einhverjar deyja, einhverjar sameinast, hljómsveitameðlimir einnar hljómsveitar ganga til liðs við aðra hljómsveit eða stofna nýja. 

Stjórnmál eru ekkert ósvipuð, stjórnmál eru í raun lag.  Til að stjórnmál verði til þarf að hafa stjórnmálaflokk.  Til að hafa stjórnmálaflokk þarf maður að hafa flokksmeðlimi og til að flokkurinn með flokksmeðlimunum geti gert eitthvað þurfa þeir að búa til stefnu.  Það er ekki nóg að hafa eina stefnu, það þarf að hafa stefnuskrá.  Stefnuskráin þarf að vera eftir ákveðinni gerð þannig að stjórnmálaflokkurinn skilgreini sig og stefnu sína, vinstri-miðja-hægri.  Þegar stefnuskráin er klár er slegið til kosninga.  Kosningarnar eru litlar til að byrja með en stækka smátt og smátt og á endanum er haldið á þing, svo í ríkistjórn og stefnuskráin er aðlöguð stund og stað, sum stefnumál verða vinsæl og fleiri aðhillast þau í kosningum og flokkurinn segir oftar frá þeim, jafnvel þótt þetta séu ekki endilega uppáhalds stefnumál flokksins, þetta er spurning um framboð og eftirspurn  Flokkurinn verður vinsæl og margir mæta á kjörstað.  Fleiri flokkar eru í framboði og það verður samkeppni um atkvæði.  Vinsælustu stjórnmálaflokkarnir lifa, einhverjar deyja, einhverjar sameinast, flokksmeðlimir eins flokksins ganga til liðs við aðra stjórnmálaflokka eða stofna nýja. 

En munurinn á hljómsveit og stjórnmálaflokki er sá að til að hljómsveit haldi vinsældum þarf hún að hlusta á aðdáfendur sína öllum stundum, stjórnmálaflokkarnir þurfa bara að láta okkur hlusta á sig í mánuð fyrir kosningar og lofa að spila öll uppáhalds lögin okkar næstu 4 ár.  Ef hljómsveitin lofar að spila bestu lögin sín á balli en gerir það ekki þá yfirgefum við ballið og mætum ekki á næsta ball.  Ef stjórnamálaflokkurinn stendur ekki við gefnu loforðin sín missir hann traustið og við kjósum annað. 

Spilaðu lagið og ég mæti á ball, svíktu loforð og ég kýs þig ekki aftur.

 Kv. Hanni-Ball


Íslenski hlutabréfa hringurinn...

Einu sinni á lítilli eygju með full af bréfum, langt út í ballarhafi, skutust upp á yfirborðið athafnamenn.  Þessir athafnamenn fóru að skoða verðbréfamarkaði, fyrst innlenda en síðar erlenda, og sáu að það var til alveg fullt af bréfum, hvert bréf var um 25.000 kr.- virði.  Athafnamennirnir sögðu öllum að þeir kynnu vel með bréf að fara og buðust til að kaupa öll bréf sem þeir komust yfir.  Þeir byrjuðu á því að bjóða 100.000 kr.- í hvert bréf.  Bréfaeigendur, sem vissu varla bréfa sinna tal, byrjuðu að selja hvert bréfið á fætur öðru og fundu sér svo ný bréf því nóg var til af þeim.  Eftir að athafnamennirnir höfðu keypt þúsundir bréfa fór að verða erfiðara að finna bréf, svo folk hætti að selja athafnamönnunum.

 

Athafnamennirnir bættu þá um betur og fóru að bjóða 500.000 kr.- í hvert bréf.  Þetta varð til þess að bréfaeigendur fóru að búa til fleiri bréf og byrju aðftur að sánka að sér bréfum til að selja.  En aftur var eins og öll bréfin væru búin, og eiginlega minna til en áður, þótt bætt hafi verið við bréfum.  Bréfaeigendur hættu því að safna bréfum og fóru aftur í það að reka fyrirtæki sín og halda uppi daglegri rútínu.  Athafnamennirnir gáfust ekki upp og buðu 1.000.000 kr.- fyrir bréf, sem erfitt var að finna, hvað þá eiga og selja.

 

Erfiðlega gekk þetta svo athafnamennirnir sögðust borga 5.000.000.000 fyrir bréfin, tölur sem ekki höfðu heyrst áður og folk þurfti að æfa sig að segja.  En athafnamennirnir sögðust aðeins þurfa að fara úr landi til að kaupa og selja nokkur bréf, en vinir þeirra myndu annast kaupin.

 

Á meðan athafnamennirnir voru í útlöndum kölluðu vinir þeirra venjulegt folk á fund til sín, fólkið sem hafði í upphafi átt bréfin.  Þeir sýndu þeim allar eignir athafnamannana og sögðu þeim að athafnamennirnir ættu svo mikið af bréfum að þeir myndu ekki einu sinni taka eftir því ef vinirnir myndu selja þeim bréf sem þau svo gætu selt athafnamönnunum afur.  Þeir buðu fólkinu því að kaupa aftur gömlu bréfin sín, sem þau höfðu áður selt á 100 – 500.000 á 2.500.000.000 og selt svo athafnamönnunum þau aftur á 5.000.000.000 þegar þeir kæmu til baka úr útrásinni.

 

Fólkið tók saman allan sparnað sinn og fyrirtækja sinna, tók lán í hvaða mynt sem var í boði, safnaði sér hverri einustu krónu sem það komst fyrir til að geta keypt öll bréfin aftur til sín til að selja svo athafnamönnunum þegar þeir kæmu aftur úr útrásinni.

 Vinirnir seldu svo bréfin (sem í upphafi voru 25.000 kr.- viði, en athafnamennirnir höfðu keypt á 100 – 500.000 kr.-) á 2.500.000.000.  Kaupendur bréfana, eignalausir og skuldugir upp fyrir haus, eru enn að býða eftir að athafnamennirnir komi til baka úr útrásinni og kaupi verðlausu bréfin aftur á 5.000.000.000.

Leitum ekki af sökudólgum?

Það eru margar raddir á sveimu um ástandið í landinu, hverjum er um að kenna.

 

Er þetta fólkinu í landinu að kenna?

Er þetta útrásarmönnum að kenna?

Er þetta bönkunum að kenna?

Er þetta stjórnvöldum að kenna?

Er þetta útlöndum að kenna?

 

Ok.  Hvar á ég að byrja?  Allavega þá ætla ég ekki að vera langorður heldur hnitmiðaður.

 

Sagan er svipuð og fjölskyldusaga.  Stjórnvöld eru foreldrarnir, bankarnir og útrásavíkingarnir eru stórubræðurnir og fólkið í landinu eru litlubörnin.

 

Foreldrarnir setja reglur og það er eðli barnanna að teygja sig eins langt og reglurnar leifa, helst aðeins lengra.  Litlibróðir fylgist með stórabróður og reynir að apa eftir honum eftir fremsta megni.  Hann lítur upp til hans og langar að verða eins og hann þegar hann verður stór.

 

Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.  Stóribróðir verður stærri og hagar sér eftir því uppeldi sem hann fékk, hefur nú aðeins meira vald á því hvernig hann hagar sé miðað við þegar hann var undir foreldrum sínum.  Stórabróður gekk vela ð fá það sem hann vildi hjá foreldrum sínum, var kannski pínu frekur, og jafnvel dekraður.  Enda héldu mamman og pabbinn mikið upp á frumburðinn.

 

Svo þegar stóribróðir var orðinn stærri og litlibróðir var orðinn stór, fór hann að láta litlabróðir fá það sem hann vildi og dekraði hann.

 

Allt fór í óefni, reglurnar sem foreldrarnir settu virkuðu ekki nógu vel, dekrið borgaði sig ekki.  Stóribróðir hafi skuldbundið sig mjög mikið og fannst hann vera að gera rétt.  Hann hafið að vissu leiti leift litlabróður að skuldbinda sig of mikið líka svo hann geti haldið lítið einkapartý í stóra partýi stórabróðurs, en svo komið að hvorugur getur borgað. 

 

Stóribróðir fer til mömmu og pabba og segir þeim að fjárfestingar hans í lífinu hafi ekki gengið upp.  Allur þessi pappír sem hann hafði keypt hafi á endanum bara verið verðlaus pappír með prentstöfum og allir peningarnir hans hafi verið tölur í tölvuskjali, allt einhverjum útlendingum að kenna.  Mamma og pabbi finna mikið til með uppáhalds syni sínum og taka á sig allar skuldir hans og hóta öllu illu, ætla sko ekki að borga þessum útlendingum sem voru að svíkja dekurdýrið.  Þegar þau fara svo að skoða hverjir skulduðu stóra stráknum sínum sjá þau að litli sonur þeirra skuldar honum helling.  Hafði fengið lán til að kaupa sér bíl og hús og einhvert svona rugl.  Nú skal sko láta litla vitleysinginn borga, og ekki bara það, það skal borga greyið útlendingunum sem voru að tapa á því að lána stóra gulldrengum þeirra peninga sem litli strák skrattinn hafði svo fengið og eytt í vitleysu.  Það skal sá stutti fá að borga líka.  Að eyða peningunum sínum í hús og einhverja slíka vitleysu.  Er strákurinn brjálaður?

 

Svona lítur þetta út fyrir mér.  Ábyrgðin er foreldranna.  Fordæmið er skirt.  Ef það er löglegt, þá má það.  Það gleymdist allt siðferði í uppeldinu.

 

Hvernig ábyrgðina á svo að axla er efni í annan kafla.

 

Kv.

Hannibal, gerir sitt besta í að vera gott foreldri


Sennilega er kannski eitthvað að fara að gerast...

Já svona ykkur að segja þá er ég að spá í að byrja að blogga aðeins aftur...

Það er nú kannski ekki rétt að segja að þetta blogg hafi orðið til í "góðærinu" "góða" en það var alla vega uppi á tímum "góðærisins".  Kannski var ég með góðæri þegar ég ákvað, þræl búsettur á Íslandi, að halda hérna úti einhverju alþjóðlegu heimsborgarabloggi, að hér yrðu bara settar inn bloggfærslur þegar ég væri á erlendum vettvangi.  Fannst ég hafa efni á því, enda tiltölulega oft erlendis á tímabili.  En eins og svo margir sem fengu vott af góðæri þá leifði ég mér meira að segja að sleppa því að blogga í tveimur síðustu ferðunum sem ég fór í, enda alveg þræl upptekinn við að vera til.

En tímarnir breytast og við bloggið mitt með.  Nú hef ég tekið þá ákvörðun að blogga bara þegar ég er á Íslandi.

Já ég er kominn aftur, og það er í mér einhver bloggkraftur.

Kveðja

Hannibal,
orðinn "góðæri" negatívur en "vondæri" posivtíur


Enski boltinn

Þann 13. ágúst 2007 setti ég þessa færslu í loftið til að sýna spá Jack Ballanz fyrir Premieruna í Englandi 2007/2008.  Nú er komið að uppgjöri: 

 

Ég hef fengið sérfræðing minn í enskum fótbolta, Jack Ballanz, til að spá fyrir mig í ensku Premieruna á komandi tímabili.  Jack er ekkert að skafa ofan af því heldur ætlar hann að segja lokastöðuna strax, og endaði þetta á orðunum, þið þurfið ekkert að kaupa Sýn2, þetta er all hérna!

Annars er spáin eftirfarandi;

Meistarar tímabilsins:  Manchester United  (Rétt)
Spútnik lið tímabilsins:  Manchester City (50/50)
Vonbrigði tímabilsins:  West Ham og Bolton (Rétt auk Tottenham o.fl.)
Falllið tímabilsins:  Fullham, Birmingham og Derby (2/3 rétt)
Besti leikmaðurinn: Steven Gerarrd Liv (Ronaldo)
Besti nýji leikmaðurinn:  Geovani Man C (Torres)
Versti nýju leikmaðurinn: Nani Man U (Rétt)
Óvæntasta framistaðan: Roque Santa Cruz Blackb (Rétt)

Lokasataða deildarinnar:

 1. Manchester United (Rétt)
 ---------------------------
 2. Chelsea (Rétt)
 3. Liverpool (4. sæti)
 4. Tottenham (11. sæti)
 ---------------------------
 5. Arsenal (3. sæti)
 6. Manchester City (9. sæti)
 7. Newcastle (12. sæti)
 8. Blackburn (7. sæti)
 9. Portsmouth (8. sæti)
10. Aston Villa (6. sæti)
11. Everton (5. sæti)
12. Reading (18. sæti)
13. Sunderland (15. sæti)
14. Bolton (16. sæti)
15. West Ham (10. sæti)
16. Wigan (14. sæti)
17. Middlesbrough (13.sæti)
---------------------------
18. Fulham (17. sæti)
19. Birmingham (Rétt)
20. Derby (Rétt)

Í heildina séð nokkuð gott.  Nú er bara að reyma á Jackinn spáskóna og sjá hvað hann segir í ágúst 2008 vegna Premierunnar 2008/2009.

Kv. Hannibal


Strætó

Mér var eitt sinn sagt að nú væri strætó sem væri hálfgerð hraðferð, stoppaði sjaldan og færi langt.  Hann bæri öðruvísi númer en hinir, það er væri ekki númer 4 eða 13 heldur væri bókstafur á undan númerinu.

Niðurstaða snillinganna hjá strætó var að setja S fyrir framan leiðarnúmerið og fannst við hæfi að hafa tölustafinn 1 fyrir aftan, sennilega vegna þess að þetta átti að vera einhverskonar aðal leið.

Eða voru þeir bara raunsæir þar sem strætóar Reykjavíkur eru alltaf seinir að skýr hann bara Seinn?

Kveðja Hannibal 


Hann á afmæli í dag...

Í dag er heimsborgaralegt að vera heima á Íslandi og fagna afmæli uppáhalds bróður míns.  Í dag er Bjórinn á Íslandi 19 ára!

Til hamingju með afmælið kæri bróðir, sjáumst í kvöld.

Kv. Hannibal 


17 timum seinna og triggja saeta sofi vid gate 3 og smorrebraud!

Ferdasagan byrjar a fostudaginn vonda.  Allt buid ad vera i klessu a Keflavik Airport, aka Estimate Airport.  Heimsborgarinn a leid i flug kl. 17:30 aleidis til Manchester England England, ta sjaldan ad madur skelli ser tangad.  Af reynslu fimmtudagsins slaema ta fylgdist madur med a textavarpinu og airport.is hvort tad vari komin einhver seinkunn a flugid.  Nei nei, FI 440 alltaf on time.  Tad var ta ekkert annad ad gera en ad bruna nidur a BSI ad haetti heimsborgarans og taka Flybusinn til Kef.

Flybusinn var a aaetlun og eg var ad skrida inn i Leifstimatestod um kl 1500, timanlega tar sem eg turfti ad sinna nokkrum vinnuskyldum tar fyrir brottfor.  Af tvi loknu for madur i gegnum vopnaeftirlitid og svo var madur kominn inn i fririkid.  A tessum timapunkti grunadi mig ekki hvad bydi min.  Brunadi i gegnum Sjengen tekkid og aetladi ad fara um bord i velina vid gate 26 af gomlum vana.  Eitthvad var fatt um manninn tarna Sjengenn meginn svo eg athugadi skjainn og sa ta mer til mikillar undrunnar ad flugid faeri fra gate 1.  nu voru god rad dyr svo eg turfti ad fa mer logreglufylgd aftur til baka inn i fririkid.

Eg tok skildukaupin og fann mer svo rolegan stad til ad glugga i goda bok og passadi mig ad tad vari einhverstadar tar sem eg saei a flugupplysingaskjainn.  Alltaf var FI 440 on time, madur heyrdi vedrid breja flugstodina ad utan og ekki laust vid ad gamla goda flughraedslan gerdi vart vid sig.  Ekkert vid tvi ad gera, flugid on time svo madur verdur bara ad treysta tessu folki sem flygyr tessum flyvemaskinum.  En madur byrjadi ad fa simtol ad heiman, fra folki utan Leifstimatestodvar, og allir ad spyrja hvort tad se ekki buid ad seinka fluginu.  Eg lit a skjainn og ennta er Man flugid on time.  Ta hafa taer frettir borist ut i samfelagid ad allt se i rugli i Estimatevik og folk fast ut i flugvelum sokum vedurs.

Tad var ekki fyrr en klukkan 1725 ad tad kom ad flugid vaeri estimate til klukkan 1800.  Tannig gekk tad til klukkan 2100, klukkutima seinkunn i senn.  A rolti um flugstodina se eg hvarfjoldi folks hefur safnast saman vi glugga sem sneri ad flugvelinni okkar.  Eg helt ad verid vari ad reyna ad koma rananum ad flugvelinni okkar til ad haegt vaeri ad fljuga med okkur til Manchster tar sem klukkan var rett ad detta i 2100.  En nei.  Tad sem var i gangi var tad ad buid var ad umkringja flugvelina med slokkvilidsbilum og bjorgunarsveitarmenn voru ad ferja eina og eina manneskju fra bordi med stigabil.  Velin, sem buid var ad seinka um klukkutima og klukkutima i senn i naestum 4 tima var ta buin ad vera med fartega fasta inni ser allan timann.  Eg geng lengra og se ta a skjanum ad buid er ad cancela ollu flugi til USSA og seinka Man til 2130.  Tad hvarladi ekki ad mer i17 sekundur ad tessi vel vaeri a leidinni i loftid eftir30 minutur, tar sem eg var ad horfa a bjorgunarsveitir taka folkid fra bordi.  Fannst harla oliklegt ad teir hinir somu bjorgunarmenn aetludu ad ferja okkur eitt af odru um bord!

Tad kom a daginn, flug FI 400 canceled. Klukkan ad ganga 2200 og buid ad cancela.  Ollum var sagt ad koma ad upplysingabordinu ad fa upplysingar.  Taer voru margar og mismunandi upplysingarnar sem vid fengum.  Til ad gera langa sogu stutta kom eg mer fyrir i triggja saeta sofa vid gate 3 um klukkan 100 til ad sofa adeins i hausinn a mer, flugid atti ad vera klukkan 800 morguninn eftir.

Eftir ad hafa dottad fra klukkan 100 - 545 vaknadi eg endanlega tegar kallad var i hatalarakerfid ad teir sem aettu flug til Manchester og hefdu verid i Estimatestod alla nottina attu ad koma a upplysingabordid og fa nyja flugmida.  Eg rollti af stad og fekk nytt brottfararspjald og skellti mer svo inn a klosett til ad bursta adeins tennurnar og setja a mig eins og tvaer sprautur af ilmvatni, eftir ad hafa sofid i fotunum "alla" nottina.  Sidan var stora stundin runnin upp, flug FI 440 var ordid go to gate.  Eg trudi tessu ekki en for samt ad hlidinu og ekki bara tangad tvi eg for alla leid um bord.  Tar var ekki stoppad tvi velin var komin i loftid klukkan 825.  17 timum eftir ad eg innritadi mig i flugid.  Ad einu komst eg a tessum 17 timum, Kaninn er algjorlega farinn fra Keflavik.  Tegar Icelandair bra a tad rad ad bjoda flugfartegum sinum upp a mat i kaffiteriunni hruadist folkid i smorrebraudid ad haetti danskra en enginn for og fekk ser hamborgara.

Eftir taegilegt flug var svo lent heilu a holdnu a Manchester Airport.  Tadan la leidin a uppahalds hotelid mitt, City Inn Manchester, tar sem eg kom mer vel fyrir a herbergi 737.  Pinu erfitt ad venjast tvi ad ganga ganginn ad herbergi 737 tar sem eg var sidast a 733, ein hurd a milli teirra herbergja.  En eg reddadi tvi og kveikti a i-macinum herna a herberginu og svaf yfir Aston Villa Newcastle.

Laugardagurinn for i litid annad en ad slappa af enda stori dagurinn sunnudagur.  Sveinn Jorundur aeladi ad koma i sina 11 heimsokn til Axels Frimannssonar a Old Trafford.  Hljodid var gott i Sveini tegar eg taladi vid hann.  Hann sagi mer ad hann hefdi i heimsoknum sinum a Old Trafford unnid 7 leiki, gert 2 jafntefli og adeins tapad 1 leik.  Eg sagdi honum ad hann maetti ekki vera rolegur, hann tyrfti ad aesa upp alla hina.  Sem hann og gerdi.  Darius nokkur Vassel skoradi fyrsta mark leiksins eftir ad van der Sar hafi bjargad tvi ad fyrra skot hans faeri fram hja.  1-0 fyrir City i tessum tilfinnigatrungna grannaslag og tolfraedin ekki med United.  Alltaf tegar Vassel hefur skorad fyrsta mark leiks hefur lid hans unni.  Benjani gerdi svo City ahangendur glada med tvi ad skora med oxlinni i sinum fyrsta leik fyrir Manchester City eftir ad hafa fengid einhver skritnustu felagsskipti sem eg man eftir i gegn, og verid adhlatursefni margra samtala og skrifa frettamanna.  Enn sannadist hid fornkvedna, sa hlaer best sem sidast hlaer.  Stadan helst svo 0-2 allt tar til komid var fram yfir venjulegan leiktima ad varamadurinn Michael Carrick skoradi og minkadi muninn fyrir heimamenn vallarins en lengra komust teir ekki.  Lokatolur 1-2 fyrir City gegn United og fyrsti sigur Manchester City a Old Trafford sidan i april 1974 ordin stadreynd.

A gangi um Manchesterborg i dag sa eg fleiri logreglutjona en eg hef sed samanlagt i teim ferdum sem eg hef farid hingad.  Ekki vard eg vitni af neinu upptoti eda atokum og verd eg ad vidurkenna ad margir Islendingar i Estimatestod voru mun aestari en ahangendur tessara lida i dag.

13 stiga hiti og sol, svona er Manchester i dag, a morgun er tad London baby.  Tangad til naest.

Kvedja
Hannibal


Risinn er vaknaður...!

Það mælti minn vinur,
að mér skyldi blogga
um ekkert sem skiptir máli,
fara á kostum með fleygirðum,
standa undir stóru nafni
stýra dygrum lestri,
halda svo erlendis,
Blogga um heimsborg og aðra.

Þar sem ég er vinur vina minna og vill gera allt 100% þá hef ég ákveðið að taka áskoruninni.  Það er langt um liðið frá síðustu skrifum, ástæðan er einföld, mér fannst bloggið mitt orðið leiðinlegt.  En nú hef ég ákveðið að endurvekja þennan sofandi risa. Ekki bara endurvekja heldur endurnýja.  Nú mun bloggið fá stefnu og sníða sér stakk eftir vexti.

Margt hefur drypið á daga mína frá síðustu skrifum.  Þeir dropar munu hafa áhrif á þessi skrif því þeim hefur tekist að fylla blog mælinn.  En hvað skyldi vera í vændum?  Hvað ætlar Hannibal að fara að blogga um?  Jú þetta er orðið að heimsborgarbloggi.  Hér verður ekki bloggað um annað en heimsborgaralíferni mitt.

Ég hef verið að safna mér efni síðustu 4 mánuði með ferðum mínum til Bretlands og Danmerkur.  Þar sem ég kem til með að eyða næstu helgi í Manchester borg þá mun ég setja inn pistil eða tvo, bæði úr uppsöfnunarefniu auk þess sem ég mun blanda það við málefni líðandi stundu.

Einhver sagði að Jackið væri svo mikið 2006, hvað get ég sagt, ég er gamaldags.

Cheers, Hannibal 


Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband