Glóbalánbaugs

Í tilefni dagsins datt mér í hug, hvort er betra Glóbalán Baugs eða Glóbal án Baugs?

Kv. Hannibal


Klaufar

Ef ég hefði ætlað að smygla öllu þessu dópi til landsins hefði ég frekar notað spíttbát heldur en skútu!  En það er bara ég.

Kv. Hannibal


Ertu í atvinnuleit?

Atvinnutilboð

Starfstitill: Foreldri, mamma, pabbi, faðir, móðir.

STARFSLÝSING:

Langtíma starf, krefst mikils liðsanda vegna ögrandi frambúðarstarfs í

oft afar kaotísku umhverfi. Aðili verður að hafa yfir að ráða

framúrskarandi samskipta- og skipulagshæfni og vera tilbúinn að vinna

afar sveigjanlegan vinnutíma, sem innifelur kvöld og helgar og vakt 24

tíma sólarhrings. Mun einnig fela í sér ferðalög næturlangt, t.d. í

útilegur við frumstæð skilyrði yfir vætusamar helgar og endalausar

íþróttaferðir til fjarlægra bæja. Ferðakostnaður er ekki endurgreiddur.

Aðili verður líka að vera tilbúinn í sendlastarf.

ÁBYRGÐARSVIÐ:

Það sem eftir er ævinnar.

Aðili verður að vera tilbúinn til að vera hataður, a.m.k. tímabundið,

þar til einhver þarf á smá vasapeningi að halda.

Verður að vera tilbúinn til að bíta í tunguna á sér, oft.

Verður einnig að hafa úthald á við burðardýr og geta slegið hraðamet

blettatígurs þegar óhljóðin úr garðinum virðast, aldrei þessu vant, ekki

vera "úlfur úlfur".

Aðili verður að vera tilbúinn að kljást við tæknilegar áskoranir, t.d.

við viðgerð ýmissa smáhluta, vinna bug á þrjóskum rennilásum eða

stíflulosa klósett vegna óþekktra hluta sem hafa einhverra hluta vegna

lent þar ofan í.

Víðtæk símavarsla er á ábyrgð aðilians ásamt stórtækum skipulagsaðgerðum

vegna samkundna og skólaverkefna.

Verður að vera tilbúinn til að vera ómissandi eina mínútuna, en algjör

hneisa þá næstu.

Verður að geta tekist á við gæðaprófun og samsetningu mörg þúsunda

ódýrra plastleikfanga og rafhlöðuknúna leiktækja.

Verður að sjá um alls konar ræstitækni og húsvarðahlutverks sem inn í

starfssviðið fellur.

Verður alltaf að geta vonast eftir því besta en geta gert ráð fyrir því

versta.

Verður að axla algjörlega alla ábyrgð á endanlegri útkomu afurðarinnar

sem um ræðir.

MÖGULEIKAR Á STÖÐUHÆKKUN/LAUNAHÆKKUN:

Nánast engir. Starfið er á svipuðum nótum svo árum skiptir og þýðir

lítið að reyna að koma fram með mótbárur. Á þessum tíma verður aðili að

vera stanslaust tilbúinn til endurmenntunar og endurhæfingar, til þess

eins að afurðin taki einn daginn fram úr viðkomandi.  Enginn möguleiki

er á starfslokasamningi.

FYRRI STARFSREYNSLA:

Engin, því miður. Þetta er lærir-þegar-á-staðinn-er-komið vinnuumhverfi,

sem tekur aldrei enda.

LAUN OG BÆTUR:

Spáðu í þetta... Þú borgar afurðinni. Býður oft alls konar laun og

launahækkanir. Í lokin risastór greiðsla þegar kemur að því að mennta

afurðina (svo afurðin geti átt áhyggjulaust líf og verði loks

fjárhagslega sjálfstæð eining). Þegar þú svo deyrð, þá gefurðu afurðinni

allt sem þú átt eftir. Það furðulegast við þetta allt saman er við þetta

rangsælis-launafyrirkomulag, að þá nýturðu þess út í ystu æsar og óskar

þess að þú gætir hafa gefið meira.

FRÍÐINDI:

Þó að þessu starfi fylgi engin heilbrigðistrygging, enginn lífeyrir,

engin endurgreiðsla á skólagjöldum, engin launuð frí né hlutabréfaeign,

þá fylgir þessu starfi ótæmandi möguleikar á persónulegum þroska og

ókeypis faðmlagi það sem eftir lifir ævinnar... ef þú heldur rétt á

spilunum þ.e.a.s.

DRAUMASTARFIÐ :D...?  Umsóknir sendist á foreldri@eilífu.is

Kv. Hannibal


12 vindstig úr i-inu...

Ég tek hatt minn ofan fyrir Tólfunni, sem ég reyndar titla sjálfan mig sem meðlim í.  Það var yndislegt á leiknum í gær og ég er ekki frá því að það hafi verið 12 vindstig úr stúkunni, slíkur var söngurinn.  Samt vantaði lúðrasveitina frá Spánarleiknum en þeir mæta sennilega 13. október.  Eitt er víst að ef þú ætlar þér að kaupa miða í sæti í hólf i á Laugardalsvellinum á landsleik þá verður þú að standa og syngja og hvetja allan tíma.

Kv. Hannibal


Ábending til íslensku þjóðarinnar, ekki gleyma alltaf öllu!

Vinna er eitt það mikilvægasta sem við höfum í lífinu.  Það er erfitt að lifa án vinnu.  En til að vinna gangi þarf starfsfólk.

Í gamladaga var fólk ráðið til vinnu og því fylgdi hamingja.  Oftar en ekki var þetta vinnan sem fólk vann til dauðadags eða þangað til það fór á eftirlaun þannig að góð vinna var eftirsóknarverð.  Atvinnurekendur sáu þetta og gátu oft á tíðum boðið starfsfólki sínu upp á nánast hvað sem er þar sem vinna var frekar af skornum skammti heldur en hitt.  Vinnan var dýrmæt.

Í dag þurfa vinnuveitendur að fara að átta sig á einu.  Nú er öldin önnur.  Fólk skiptir reglulega um vinnu og gott starfsfólk er eftirsótt.  Vinnan er því ekki eins mikilvæg og hún var, nú er það vinnuaflið sem er mikilvægt.  Samt sem áður sjáum við ennþá deilur á milli vinnuveitenda og starfsfólks þar sem, að mínu mati, verið að lifa í gamlatímanum.  Vinnuveitandinn er ósnertanlegur og starfsfólkið á að hlýta lögmálum hans.

Langaði bara að minna fólk á þetta því Íslendingar eru þjóða fyrstir í að gleyma og því ótrúlega auðveldir til að traðka á.  Spyrjiði bara pólitíkusana, þeir vita það.  Og vinnuveitendurnir líka.  Eins og skáldið sagði; "stöndum saman allir sem einn, enginn getur sigrað oss"

Kv. Hannibal


Jesús eða Múhamet?

Við vesturlandabúar hlóum af múgæsingnum vegna skopmynda af Múhamet spámanni.  Kannski af því að hún var fyndin og við vorum svo ónæm fyrir slíkum myndum?  Nú er mér mál að lýsa fyrir álíka múgæsingi hér á Íslandi, miðað við höfðatölu.  Já ég er að tala um nýju Síma-auglýsinguna.

Ég get ekki sagt, sem Kristinn maður, að þessi auglýsing snerti trúarlega blygðunarkennd mína.  Síður en svo.  Fyrir mér er þarna söguleg stund sett í nútímalegt samhengi.  Auglýsingin er rosalega flott, vönduð, og ekki á nokkurn hátt gert lítið úr meistaranum.  Stundin sem slík, síðasta kvöldmáltíðn, er ekki svert og sýnir á nýjan hátt hvernig Jesús fylgist með okkur og sér hvað við erum að gera á hverjum tíma.

Einhver segir að það sé ekki rétta að setja síðustu kvöldmáltíðina fram og græða á henni.  Mér skilst að kirkja reki sína eigin verslun og selji þar myndir, meðal annars af síðustu kvöldmáltíðinni, svo mér finnst þau rök svolítið snúast um soðna eða steikta kjötbollu.

Málið er einfalt frá mínum bæjardyrum séð.  Þessi auglýsing er töff.

Kv. Hannibal


Samsæri?

Það er stundum sagt að maður eigi að taka sér einn dag í að jafna sig áður en maður skrifar eitthvað sem gæti orkað tvímælis.  Nú er sá dagur liðinn hjá mér en hugur minn er nákvæmlega sá sami.

Hefur KSÍ ákveðið að KR skuli ekki falla?  Alla vega var engu líkar en að dómari leiks KR og ÍA hafi fengið þau skilaboð að leifa KR allt til að gefa þeim von um að ná stigi eða stigum.  Aldrei á ævi minni hef ég orðið vitni af annari eins dómgæslu.  Frá fyrstu mínútu voru skagamenn þremur færri, með tilheyrandi vítaspyrnu- og aukaspyrnudómum sem áttu sér enga hliðstæðu.  Samræmið í dómunum var ekkert og KR-ingar voru ekki bara fleiri heldur fengu þeir líka að handleika boltann, hvað eftir annað.

Eins og áður segir hef ég aldrei orðið vitni að annari eins aftöku af hendi dómara.  Svo er eins og samsærið nái enn lengra því bæði Fréttablaðið og Morgunblaðið sá sóma sinn í að gefa dómaranum góða eikunn, og Fréttblaðið gekk svo langt að útnefna hann dómara umferðarinnar.  Hvort sú ástæða að margir háttskrifaðir menn hjá Fréttablaðinu eru opninberlega KR-ingar hafi einhver áhrif á þessi skrif skal ósagt látið hér.  En það er óþefur af þessu.

Kv. Hannibal


Vísa um vin

Vinur minn, sem við skulum gefa nafnleynd og kalla Sissó, var út í Asíu að leika sér.  Sissó hefur alltaf verið mikið kvenna gull og rann honum blóð til skyldunnar þegar honum bauðst að fara með vinnunni til Tælands.  Engum grunaði hvað þessi ferð átti eftir að bera í skauti sér, í orðsins fyllstu merkingu.

Sissó fór með nokkrum vinnufélögum sínum í þessa ferð og var ferðin 8 dagar, 7 nætur.  Ekki var mikið sofið, unnið á daginn og svo leikið sér á kvöldin.  En Sissó fór að minnka vinnuna þegar leið á ferðina, svaf lítið og lék sér bara.  Vinnufélögum hans var ekkert farið að lítast á blikuna enda hékk Sissó mikið með vinum sínum frá Danmörku.  Sissó var vandlátur á kvennfólk og vildi hafa þær fallegar og var veiðimaður góður.  Hann veiddi stóra fiskinn í þessari ferð og er í sambúð í dag út í Tælandi.  Ég hef ákveðið að láta í loftið hérna litla vísu sem ég samdi um Sissó vin minn því ég veit að Sissó er alltaf að skoða síðuna mína.

Sissó, þetta er fyrir þig;

Queen Raquela Tommi

Sissó algjör stríðari,
stelpu ríðari.
Sá eina stelpu en vildi hafana fríðari.

Vinnandi í Tælandi,
yfir kvennmannsleysi vælandi.
Með saltbragð í munni var hann alltaf ælandi.

Hitti þá eina sem sagðist heita Tommi,
vildi bara liggja magnum því hún væri kommi.
Sissó svaf samt hjá henni og í dag er hann hommi.
 

Kv. Hannibal


T.G.F. youtube

Þríhjólarafactor

Kv. Hannibal


X - D...

Þegar ég mætti með son minn í einn af leikskólum borgarinnar í morgunn beið einn leikskólakennarinn eftir okkur með miða.  Mér finnst nú yfirleitt gaman að fá miða og las miðan með því sama.  Þarna var verið að gera okkur grein fyrir því að við þyrftum að sækja son okkar fyrr alla næstu viku vegna manneklu. 

Í mínum huga er þetta mál algjörlega einu afli að kenna og það er sjálfstæðisflokknum.  Þessi flokkur ræður bæði í landinu sem og borginn og stýrir því flekanum sem Ísland er orðið.  FInnst stjórnvöldum og ríkinu bara allt í lagi að leikskólar og grunnskólar eigi í vandræðum með það eitt að full manna í störfin, og þá erum við ekki að tala um að hafa hæfasta fólkið, nei það er ekki einu sinni hægt að hafa nógu marga!

Skil ekki alveg hvert þessi þjóð stefnir, haldandi afmælistónleika á Laugardalsvelli fyrir fleiri tugi milljóna, reysandi 800 fm sumarbústaði, fljúgandi um á einkaþotum eða þyrlum, lagandi skip fyrir einhverjar hunduð milljónir, en það er ekki hægt að borga þeim sem hugsa um börnin okkar viðunandi laun á meðan við leggjum okkur fram við að sinna skildum okkar svo samfélagið virki.  Það vill stundum gleymast að samfélag virkar sem ein heild.  Það er á svona stundum sem maður veltir fyrir sér áhrifum einstaklingshyggjunnar.  Á mér að vera alveg sama af því að þetta snertir mig ekki eða á ég að láta þetta koma mér við því þetta er að gerast í samfélagi sem ég sem einstaklingur er hluti af?

Kv. Hannibal


« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband