Jesús eða Múhamet?

Við vesturlandabúar hlóum af múgæsingnum vegna skopmynda af Múhamet spámanni.  Kannski af því að hún var fyndin og við vorum svo ónæm fyrir slíkum myndum?  Nú er mér mál að lýsa fyrir álíka múgæsingi hér á Íslandi, miðað við höfðatölu.  Já ég er að tala um nýju Síma-auglýsinguna.

Ég get ekki sagt, sem Kristinn maður, að þessi auglýsing snerti trúarlega blygðunarkennd mína.  Síður en svo.  Fyrir mér er þarna söguleg stund sett í nútímalegt samhengi.  Auglýsingin er rosalega flott, vönduð, og ekki á nokkurn hátt gert lítið úr meistaranum.  Stundin sem slík, síðasta kvöldmáltíðn, er ekki svert og sýnir á nýjan hátt hvernig Jesús fylgist með okkur og sér hvað við erum að gera á hverjum tíma.

Einhver segir að það sé ekki rétta að setja síðustu kvöldmáltíðina fram og græða á henni.  Mér skilst að kirkja reki sína eigin verslun og selji þar myndir, meðal annars af síðustu kvöldmáltíðinni, svo mér finnst þau rök svolítið snúast um soðna eða steikta kjötbollu.

Málið er einfalt frá mínum bæjardyrum séð.  Þessi auglýsing er töff.

Kv. Hannibal


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband