Ábending til íslensku þjóðarinnar, ekki gleyma alltaf öllu!

Vinna er eitt það mikilvægasta sem við höfum í lífinu.  Það er erfitt að lifa án vinnu.  En til að vinna gangi þarf starfsfólk.

Í gamladaga var fólk ráðið til vinnu og því fylgdi hamingja.  Oftar en ekki var þetta vinnan sem fólk vann til dauðadags eða þangað til það fór á eftirlaun þannig að góð vinna var eftirsóknarverð.  Atvinnurekendur sáu þetta og gátu oft á tíðum boðið starfsfólki sínu upp á nánast hvað sem er þar sem vinna var frekar af skornum skammti heldur en hitt.  Vinnan var dýrmæt.

Í dag þurfa vinnuveitendur að fara að átta sig á einu.  Nú er öldin önnur.  Fólk skiptir reglulega um vinnu og gott starfsfólk er eftirsótt.  Vinnan er því ekki eins mikilvæg og hún var, nú er það vinnuaflið sem er mikilvægt.  Samt sem áður sjáum við ennþá deilur á milli vinnuveitenda og starfsfólks þar sem, að mínu mati, verið að lifa í gamlatímanum.  Vinnuveitandinn er ósnertanlegur og starfsfólkið á að hlýta lögmálum hans.

Langaði bara að minna fólk á þetta því Íslendingar eru þjóða fyrstir í að gleyma og því ótrúlega auðveldir til að traðka á.  Spyrjiði bara pólitíkusana, þeir vita það.  Og vinnuveitendurnir líka.  Eins og skáldið sagði; "stöndum saman allir sem einn, enginn getur sigrað oss"

Kv. Hannibal


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Magnússon

Sannlega mælir þú vinur.  Þú ert sannarlega með ballanz á þjóðfélagnu.

Rúnar Már Magnússon, 12.9.2007 kl. 12:53

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband