Verður maðurinn hans Joe í göngunni á morgunn?

Margt kemst í tísku.  Einn daginn er eitthvað inn, þann næsta er það út.  Inn - út, svona eins og lífið verður til.

Ég er engin undantekning þegar það kemur að inn - út lífinu.  Einhverra hluta vegna kveiknar alltaf einhver svona inn - út fílingur á föstudögum.  Og oftar en ekki er það tengt tónlist.

Í dag er ég með inn sem var einu sinni, þótt ég skilji það ekki í dag, algjört út hjá mér.  Við erum að tala um mesta töffarann í tónlistarbransanum, vanmetnasti töffarinn að mínu mati.  Finnst margir vera töff, en hann er mest töff.  Hver er þetta?  Þetta er Nick Cave.

Lag dagsins varð að einhverjum tíu lögum svo ég verð að gefa mér tíma í að hlusta á lag dagsins, en þar er:

The Mercy Seat, The Weeping Song, Straight to you, As I Sat Sadly By Her Side, 15 ft of pure withe snow, Red Right Hand, Do you love me?, Breathless, Stagger Lee, Hey Joe og svo In the Ghetto.

Og ég sleppti mörgum perlu, frægum sem ófrægum, svon inn - út lög.

Vona að helgin verði inn - út helgi... Góða skemmtun

Kv. Hannibal


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband