2. umferð að baki

Þá er önnur umferð Landsbankadeildarinnar að baki.  Og hvað stendur uppúr;

...KR bastlið heldur áfram, tveir heimaleikir að baki og eitt stig í húsi, nú þarf að fara og kaupa menn, Rúnar Kristinsson og Bjarni Ólafur líklegir, en Breiðablik bara sáttir stiginu ríkari.

...FH eru sterkir, 6 stig eftir tvo erfið útileiki, hafa ekki verið að leika besta bolta í heimi en hverjum er ekki sama þegar stigin eru 6, ÍBk aftur niður á jörðina

...Fylkir eitthvað að hiksta, tapa fyrir Val þrátt fyrir að eiga vinna leikinn, danskir dagar í Árbænum.

...Allir vilja ÍA niður, tap gegn HK, ekki að það sé eitthvað nýtt fyrir skagamönnum, sem virðast eiga eftir að fara í gegnum mótið með 10 kjúklinga inná.

...Víkingar eru líklegt Íslandsmeistarefni, jafntefli við HK sem vann ÍA sem rétt tapaði einum færri fyrir FH sem vann Val í deildarbirkarnum sem gerði jafntefli við Fram sem tapaði fyrir Víking.

Kv. Hannibal


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband