8.12.2008 | 09:16
Íslenski hlutabréfa hringurinn...
Einu sinni á lítilli eygju með full af bréfum, langt út í ballarhafi, skutust upp á yfirborðið athafnamenn. Þessir athafnamenn fóru að skoða verðbréfamarkaði, fyrst innlenda en síðar erlenda, og sáu að það var til alveg fullt af bréfum, hvert bréf var um 25.000 kr.- virði. Athafnamennirnir sögðu öllum að þeir kynnu vel með bréf að fara og buðust til að kaupa öll bréf sem þeir komust yfir. Þeir byrjuðu á því að bjóða 100.000 kr.- í hvert bréf. Bréfaeigendur, sem vissu varla bréfa sinna tal, byrjuðu að selja hvert bréfið á fætur öðru og fundu sér svo ný bréf því nóg var til af þeim. Eftir að athafnamennirnir höfðu keypt þúsundir bréfa fór að verða erfiðara að finna bréf, svo folk hætti að selja athafnamönnunum.
Athafnamennirnir bættu þá um betur og fóru að bjóða 500.000 kr.- í hvert bréf. Þetta varð til þess að bréfaeigendur fóru að búa til fleiri bréf og byrju aðftur að sánka að sér bréfum til að selja. En aftur var eins og öll bréfin væru búin, og eiginlega minna til en áður, þótt bætt hafi verið við bréfum. Bréfaeigendur hættu því að safna bréfum og fóru aftur í það að reka fyrirtæki sín og halda uppi daglegri rútínu. Athafnamennirnir gáfust ekki upp og buðu 1.000.000 kr.- fyrir bréf, sem erfitt var að finna, hvað þá eiga og selja.
Erfiðlega gekk þetta svo athafnamennirnir sögðust borga 5.000.000.000 fyrir bréfin, tölur sem ekki höfðu heyrst áður og folk þurfti að æfa sig að segja. En athafnamennirnir sögðust aðeins þurfa að fara úr landi til að kaupa og selja nokkur bréf, en vinir þeirra myndu annast kaupin.
Á meðan athafnamennirnir voru í útlöndum kölluðu vinir þeirra venjulegt folk á fund til sín, fólkið sem hafði í upphafi átt bréfin. Þeir sýndu þeim allar eignir athafnamannana og sögðu þeim að athafnamennirnir ættu svo mikið af bréfum að þeir myndu ekki einu sinni taka eftir því ef vinirnir myndu selja þeim bréf sem þau svo gætu selt athafnamönnunum afur. Þeir buðu fólkinu því að kaupa aftur gömlu bréfin sín, sem þau höfðu áður selt á 100 500.000 á 2.500.000.000 og selt svo athafnamönnunum þau aftur á 5.000.000.000 þegar þeir kæmu til baka úr útrásinni.
Fólkið tók saman allan sparnað sinn og fyrirtækja sinna, tók lán í hvaða mynt sem var í boði, safnaði sér hverri einustu krónu sem það komst fyrir til að geta keypt öll bréfin aftur til sín til að selja svo athafnamönnunum þegar þeir kæmu aftur úr útrásinni.
Vinirnir seldu svo bréfin (sem í upphafi voru 25.000 kr.- viði, en athafnamennirnir höfðu keypt á 100 500.000 kr.-) á 2.500.000.000. Kaupendur bréfana, eignalausir og skuldugir upp fyrir haus, eru enn að býða eftir að athafnamennirnir komi til baka úr útrásinni og kaupi verðlausu bréfin aftur á 5.000.000.000.
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.