4.6.2007 | 12:56
Lýst er eftir Íslendingi
Sökum slæmrar stöðu íslenska karla-landsliðsins á fótboltavellinum er lýst eftir einstaklingum sem eru tilbúnir að taka á einhver hundruð þúsund króna sekt fyrir að hlaupa inn á völlinn og reyna að kíla dómara í viðkomandi leik. Þessir einstaklingar fá þá þjálfun sem til þarf, eins og hvernig á að komast inn á völlinn, hvernig búning skal vera í o.s.frv. og fer sú þjálfun fram á Parken í Danmörku. Skal þetta gert gegn okkur sterkari þjóðum, sem fer ört fjölgandi, til að forðast niðurlagingu. Viðurlög við því að leikurinn sé flautaður af er 0-3 tap en við erum nú þegar búnir að tapa 4-0 fyrir Lettum.
Kv. Hannibal
Dönsk fótboltabulla látin laus | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Athugasemdir
Ha ha það væri sniðugt
en hvað fær maður borgað fyrir að taka þátt í svona athæfi?
kv. Getum við ekki bara öll lagt smá í púkk fyrir sektinni?
Eygló Hlín (IP-tala skráð) 4.6.2007 kl. 13:04
Það er pottþétt að maður kemur fjárhagslega út í tapi, en það er ekki alveg gefið að Svíjum yrði refsað ef við værum með brögð í tafli í Svíþjóð...
En ef þetta verður dómsmál skal hafa í huga að dómurinn verðir fordæmisgefandi svo ég held hann verði þungur og strák greyinu í óhag. Það sem sagt borgar sig ekki að drekka 10-15 bjóra og drepast ekki...
Hannibal, 4.6.2007 kl. 16:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.