20.5.2007 | 11:26
Djöfulsins snild...
Hannes Hólmsteinn var ekki mikið í sviðsljósinu fyrir nýafstaðnar kosningar til Alþingis. Kannski var hann sendur eitthvað á fjarlæga strönd, ekki veit ég það. En hann er alla vega kominn til baka.
Hann var í viðtali á stöð 2 í gær og var þar að ræða sína heitustu ósk, þá ósk að Jóhannes í Bónus og Björn í Dómsmálaráðuneytinu gætu gengið saman, hönd í hönd og grafið stríðsaxirnar.
Svo kom djöfulsins snildin, þegar Hannes talaði af sér. Það gerði hann þegar hann sagðist vonast til þess að Jóhannes gæti gert það sama og Björgúlfur hafði gert og fyrirgefið þeim sem höfðu gert eitthvað á hans hlut. Með þessari setningu var Hannes nefnilega að viðurkenna að Björn Bjarnason hafi gert Jóhannesi eitthvað. Hann var reyndar fljótur að fatta hvað hann hafði viðurkennt og reyndi að grafa fyrir orð sín eins og hunur yfir skítinn sinn. En skaðinn var skeður.
Björn Bjarnason hefur því greinilega gert eitthvað á hlut Jóhannesar, samkvæmt einum fremsta hugmyndafræðingi Sjálfstæðisflokksins, flokksins sem stefni í að vera við stjórnvölin hér á landi í 20 ár samfleitt, þökk sé Samfylkingunni.
Kv. Hannibal
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.