Ég kýs Sjálfstæðisflokkinn því;

... ég fæ fiðring í magann við að fara úr skítagallanum í jakkafötin og skunda á kjörstað, labbandi því ég hef ekki efni á að reka bíl.

... ég vill að bilið milli mín og hinna ríku verði meira.

... ég get ekki hugsað mér að fá almennilega umönnun þegar ég verð gamall og vill að allt gamalt fólk deyji eitt og ósjálfbjarga.

... ég vill að þjóð eins og Bandaríkjin geti framið þjóðarmorð með mitt nafn á blaði um að mér finnist það hipp og kúl.

... ég vill einn íslenskan sendiherra í hverja borg í heiminum fyrir árið 2020 og hvert þorp fyrir 2025

... ég vill að börn og unglingar sem þurfa aðstoð vegna geðrænna vandamála stytti biðlistan sjálf með einu handtaki.

... ég vill að öllum samgöngumálum verði frestað fram að næstu kosningum svo við getum lofað þeim aftur.

... ég vill íslenskan her svo synir mínir geti barist í fremstu víglínu og dáið eftir að hafa kannski drepið nokkra í tilgangslausu stríði.

... ég vill að ríkið eigi ekki neitt.

... ég vill álver í hvern fjörð.

... ég vill að vatnshæð hálendisins verði a.m.k. 4km. yfir sjávarmáli svo hægt verið að framleið nóg ál fyrir þá sem græða á að framleiða eitthvað úr því.

... ég vill að mínir menn stjórni dómskerfinu.

... ég vill bara að vinir aðals verði ríkir en hinir fari fyrir dóm.

... ég vill að fólk sem er ekki sammála okkur í pólitík verði hlerað.

... ég vill að konur hafi lægri laun en karlar fyrir sömu og hels meiri vinnu.

... ég vill að foreldrar barna hafi ekki efni á að senda börnin sín til tannlæknis.

... og vegna svo miklu miklu fleiri ástæðna.  Eins og þið sjáið þá er það ekki að ástæðu lausu sem ég kýs mína menn í X-D.  Já og eitt enn, ég er líka algjör plebbi, bara svo það komi fram.

Kv. Hannibal 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

fyndin færsla

Eygló (IP-tala skráð) 15.5.2007 kl. 11:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband