12.2.2007 | 12:52
Ekki nota ekki þegar það á ekki
Eins og alþjóð veit er ég mikill áhugamaður um íslenska tungu. Fátt finnst mér skemmtilegara en miklir tungubrjótar. Þykit mér þeir fegra tungu okkar til muna. En svo er það allt hitt sem saurgar vort mál. Til að mynda er fólki gjarnt á að nota orðið ekki þegar það á ekki að notast.
Ég luma hér á þremur dæmum sem mér finnst ekki við hæfi að nota ekki og útskýri ég á einfaldann hátt hvers vegna. (Hér hefði t.d. einhver sagt og útskýri ég á einfaldann hátt hvers vegna ekki):
*Hann samkjaftar ekki
Hér er átt við mann sem samkjaftar, talar út í eitt. Hér væri nær að segja; Hann samkjaftar.
*Hann beyjir, heldur það ekki?
Hér er verið að spyrja hvort viðkomandi haldi það. Jú ég held það ekki væri því viðeigandi svar. Því væri réttast að segja hér; Heldur þú að hann beygji?
*Ekki stanna lille venn
Hér er átt við að viðkomandi hlutur, besefi í þessu tilfelli, skuli stanna og því á ekki að nota ekki. Hér væri því réttara að segja; Stanna lille venn.
Kv. Hannibal
Athugasemdir
hahahahaha...
Síðasta dæmið er bara snilld!!!
kv
d.
Lady-Dee, 12.2.2007 kl. 17:40
Hehe, snild en ég áttaði mig aldrei á því hvað stanna þýðir.
Fyrirgefið fáviskuna en ég horfði aldrei á klámið úr Byrginu.
Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 13.2.2007 kl. 12:58
En hvernig er þegar maður segir ekki en meinar JÁ TAKK ?
Velkominn !
jonorri (IP-tala skráð) 17.2.2007 kl. 14:37
Skemmtileg spurning Jón Orri. Sé að þú hefur, líkt og ég, lesið þig til um afturbeygðu atvikssögnina ekki og hinar skemmtilegu myndir sem hún getur skapað.
Vill að því tilefni benda þér á bóka Hrafnreks Hildibranssonar, "Svona segir maður ekki". Þar er svarið við spurningu þinni á blaðsíðu 6491, dæmi 3. Ef ég man þetta rétt þá er svarið svona; "Ekki meira"
Hannibal, 20.2.2007 kl. 10:26
uuu hélt að þú vissir að ég er að verða tölvunarfræðingur og eitt af skilyrðum til að verða það að þá verður maður að afsala sér þeim rétti að lesa e-h annað heldur en e-bækur!
Svanur á nú að vera búinn að kenna þér þetta !
p.s. einnig þarf maður ekki að hafa áhyggjur af uppsetningu setninga ;)
jonorri (IP-tala skráð) 20.2.2007 kl. 12:47
Þetta með að samkjafta....er það ekki að kjafta saman? Og sá sem talar svo mikið að eginn kemst að....hann samkjaftar ekki. Er það EKKI?
Gunnar Th. Gunnarsson, 22.2.2007 kl. 11:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.