Viltu byrja með mér?

Það er ekki bara minni mætingarskilda og lengri frí sem aðskilja Aþingi frá hinum grunnskólunum.  Á Alþing eru nefnilega bara bekkjakvöld á fjögurra ára fresti.

Það styttist í næsta bekkjakvöld, það verður haldið núna í maí og maður er farinn að verða var við tilhlökkun grunnskólakrakkanna á Alþingi.  Í flestum þeim grunnskólum sem ég þekki til í enda bekkjakvöldin með því að einhverjir taka upp á því að byrja saman.  Verða par áður en þau halda sitt í hvora áttin heim til sín, spennt að hittast aftur í skólanum daginn eftir, enda nær sambandi sjaldnast út fyrir veggi skólans.  Nemendur skólanna eru mis vinsælir, eins og gengur og gerist.  Þannig geta sumir ekki hugsað sér að byrja með einhverju, vegna þess að viðkomandi vill ekki taka niður fyrir sig.  Flestir eru þó tilbúnir að taka uppfyrir sig, ekkert því til fyrirstöðu, bara að maður fái eitthvað útúr því.  Enginn gefur þó upp út fyrir vinahópinn hvaða einstakling á að reyna að næla sér í á bekkjakvöldinu.  Halda sem flestum heitum ef skotmarkið klikkar.

Nemendur grunnskólans Alþingi eru ekkert svo frábrugðnir öðrum grunnskólanemum þegar kemur að hegðun á þessum fáu bekkjakvöldum.  Allir hafa sig til og reyna að líta vel út til að næla sé vonandi í förunaut í lok kvöldins.  Helst taka uppfyrir sig, maður fær einhvern veginn meira út úr því.  En það er ekki sama leyndin sem fylgir því hvern á að tækla og vera með daginn eftir í stjórnarráði.  Vinstri Grænir hafa til dæmis gefið það út að þeir vilja ekki byrja með Frjálslindaflokknum.  Þrátt fyrir að þeir séu hvorugir í vinsæluklíkunni líkar Vinstri Grænum ekki við þá.  Sjálfstæðisflokkurinn er í vinsæluklíkunni og er með Framsóknaflokknum eftir síðasta bekkjakvöld.  Þar tók Sjálfstæðisflokkurinn heldur betur niðurfyrir sig og vonandi er framkoma hinna sem taka niðurfyrir sig við förunaut sinn ekkert í samanburði við það sem Framsókn hefur þurft að kyngja síðustu ár sambandsins.  Sjálfstæðisflokkurinn daðrar svolítið og heldur öllum heitum um að kannski byrji hann með einhverjum hinna eftir næsta bekkjakvöld og Samfylkingin og Vinstri Grænir taka daðrinu vel, vongóðir um að mæta sem kærasta Sjálfstæðisflokksins á næsta bekkjakvöld eftir 4 ár.  Framsókn er svolítið svona bekkjarhóran sem er til í að byrja með hverjum sem er og spyr alla í lok kvöldsins:

Viltu byrja með mér?

Kv. Hannibal 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Magnússon

Fallegur pistill hjá þér vinur.  Þessi lýsing á bekkjarhórunni er einkar falleg og raunsæ.

Rúnar Már Magnússon, 2.2.2007 kl. 18:06

2 identicon

Sjálfstæðisflokkurinn er líklegastur til þess að geta valið úr örvæntingarfullum vonbiðlum. Ég tel það nokkuð víst að samband Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar sé á barmi sambandslita eftir "hreinsanir" í hjarta flokksins í fyrrahaust.

Davíð Halldór Lúðvíksson (IP-tala skráð) 2.2.2007 kl. 20:27

3 identicon

bomba svo í rass? bryeta reykjavík í Belfast !

er í seven heaven með að þú sért byrjaður að blogga aftur  

Sjúddi (IP-tala skráð) 8.2.2007 kl. 23:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband