Íslenski draumurinn

ég átti mér þann íslenska draum að sjá Ísland leika um verðlaun á HM í handbolta árið 2007.  Get rétt ímyndað mér hversu miklu heitari þessi draumur var fyrir þá leikmenn og aðstandendur íslenska liðsins í þýskalandi.  En þetta er bara svona, ekkert við þessu að gera nema bara vera brjálaður og þá sérstaklega þar sem erfitt er að kenna einhverjum um hvernig fór.

Sú staðreynd að báðar skyttur danska liðsins hafi skorað 9 mörk, jafn mörg mörk og línumaðurinn er náttúrulega rosalega slæmt og ekki líklegt til afreka.  Þótt að markverðir okkar hafi ekki varið sem skyldi í seinni hálfleik venjulegs leiktíma vörðu þeir þó 17 skot í leiknum.  Dönsku markverðirnir vörðu hins vegar 21 skot.  Tapaðir boltar á ögur stundu er mjög slæmt. 

Nokkur stór mistök áttu sér stað, ákveðnir hlutir brugðust og því fór sem fór.  Svo súrt en samt eitthvað svo sætt.  Það voru við sem töpuðum leiknum en ekki Danir sem unnu.

Ég vill meina að við séum betri en Danir.  Og ég segi það fullum hálsi.  Öll mistök leiksins liggja okkar megin, Ólafur meiddur í öxl eins og alþjóð veit og enginn Einar Hólmgeirs til að leysa hann af.  Ok miðjutröllið þeirra meiddist og lék ekki með en Boesen leysti hann frábærlega af.  Danir meiga þó eiga það að þeir náður að klippa besta hornamann heims út, Guðjón Val en það er ekki eins og við höfum ekki klippt Lars Christiansen út.  Guðjón skoraði 5 en Lars 2. 

Ég verð seint talinn til rólegri manna, þá sérstaklega þegar kemur að íþróttakappleikjum.  Það var engin breyting á í gær.  Hefði heldur viljað tapa þessum leik með 15 mörkum.

Nú er ekkert annað að gera en að láta hendur standa fram úr ermum og taka þetta helvítis fimmta sæti sem er í boði og ekkert kjaftæði.  Komumst ekki í 8 liða úrslit til að enda 8. svo mikið er víst.

Kv. Handball 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Magnússon

Ohh... þetta var svo leiðinlegt að láta þetta enda svona.  Ég skil vel að Roland skyldi vera kominn með ofnæmi fyrir dönunum.  Ég held að ég sé kominn með ofnæmi fyrir þeim.  Mér var orðið illt í hálsinum eftir leikinn og það er ekki laust við að manni hafi nú vöknað um augun, kanski voru þetta ofnæmis viðbrögð bara.  Ég vil nú samt þakka Snorra fyrir að ekki fór verr.  Mér fannst hann alveg hafa haldið okkur á floti í þessum leik.  Það munar nú um minna þegar menn eins og Óli eru með 50% skotnýtingu.  Ég vill líka meina að markvörðurinn þeirra hafi alveg gert út af við okkur.  En það er alltaf EM eftir 2 ár. 

Rúnar Már Magnússon, 31.1.2007 kl. 15:27

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband