Í upphafi skyldi endinn skoða...

Mér finnst þessi setning alltaf vera jafn frábær.  Í upphafi skyldi endinn skoða!

Þetta er nefnilega lífsmottóið mitt, alla vega núna.  Þegar ég er að takast á við eitthvað eða bara að ganga í gegnum lífið þá spái ég alltaf í hvaða afleiðingar það hefur sem ég geri.  Ekki það að pabbi minn sé eitthvað sterkari en pabbi þinn en mér finnst samt að margir mættu taka sér þennan þankagang minn sér til fyrirmyndar. 

Þegar ég byrjað að skoða HM í handbolta fór ég náttúrulega að spá í hvað við myndum ná langt.  Sennilega er ástæðan fyrir því að ég náði aldrei lengra í íþróttum en raun bar vitni að lögmál íþróttanna er að taka bara einn leik fyrir í einu.  Ég tek þá alltaf alla.  Þeir sem tóku þátt í HM2006 leiknum mínum í fótbolta urðu sennilega varir við þetta.  En alla vega.  Ég var náttúrulega alveg viss um að við myndum vinna Ástraslvíju og taldi að leikurinn við Úkraínu yrði úrslitaleikur.  Er nú sennilega ekki sá eini sem spáði þessu.  En ég hélt áfram og spáði að við myndum ná jafntefli við Frakka og færum í milliriðil með eitt stig ásamt Frökkum.

En svo brugðust krosstré og Úkraína, í gulu og bláu Svíjabúninunum, lagði okkur tiltölulega auðveldlega af velli og allt í einu urðum við að vinna Frakka til að komast áfram.  Ég trúði því ekki að við hefðum verið að leggja Svíja og skilja þá eftir heima frá HM og detta svo út eftir riðlakeppnina og spáði því að við skyldum vinna Frakka.  8 marka munur var aldrei inn í myndinni hjá mér en sigur var það eina sem ég átti von á.  34-31 var mín spá ef ég man rétt.

Það sem skein í gegn að mínu mati í leiknum í gær var vanmat Frakka frá a-ö.  Einhver Michaelson og Hallgrímsson voru að skora 3 mörk og svo kom einn af fílahjörðinni, Svavarsson nokkur, og stakk alla af og skoraði úr hraðaupphlaupi!  Guðmundsson var að sýna einhverja tilburði í markinu sem ekki þekkjast í þessari íþrótt, standa á einum fæti og verja víti og svo mæti lengi telja.  Frábær sóknaleikur með dýrslegum varnaleik og unaðslegri markvörslu varð staðreynd og skilaði okkur 32-24 sigri.

Svo nú er það milliriðillinn.  Eins og skrifaði hérna um daginn ætlaði ég að gera honum nánari skil þegar nær dragi og nú er komið að því að ég skoði endann á milliriðlinum, svona í upphafi hans.  Sú úttekt byrtist síðar í dag.

Kv. Hannibal 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Rúnar Már Magnússon

Það alveg skein af Frökkunum að þeir vissu ekkert hvar þeir voru staddir í þessum leik og gerðu fyllilega ráð fyrir að þeir myndu vinna þennan leik nokkuð auðveldlega.  En eftir þessa frábæru byrjun frá "skrítnu álfunum norðri í hafi" þá misstu þeir gjörsamlega taktinn í leiknum og vissu ekkert hvað þeir áttu að gera.  Þeir náðu aðeins að taka sig saman í andlitinu í hálfleik og náðu að minnka muninn aðeins, en það stóð ekki yfir lengi því að íslenska liðið gjörsamlega átti þennann leik.  Ég mynnist leiklýsingar á leik Frakklands - Braselíu þegar þeir tvíhöfðamenn fóru af kostum og segi.. Sjáið þessi frönsku fífl

Rúnar Már Magnússon, 23.1.2007 kl. 09:22

2 Smámynd: Hannibal

Já Frakkarnir gáfu Tvíhöfðaorðunum byr undir báða vængi í gær... það var bara ekki sjón að sjá þá...

Hannibal, 23.1.2007 kl. 09:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband